Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 22

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 22
22 alþingi kysi einnig til 3 eða G ára, og færi j árlega eða annaðhvort ár frá eptir hlutkesti. Svo þyrfti og að setja umboðstnenn, (eður fullmektuga forstjár- anna): 1 í Reykjavík við aðalbankann, sem hefði alla verklega sýslu bankans á hendi, og sinn við hvern auka- banka. Það er auðvitað, að umboðsmennirnir ættu að senda aðalstjórninni sjóðskýrslu, eigi sjaldnar en 4 sinn- um á ári, og aðalreikning einu sinni við ‘lok hvers árs; en hún semdi aptur 1 aðalreikning, er Iandsstjórn- in legði úrskurð sinn á, eptir að fulltrúarnir hefðu gjört sínar athugasemdir. Einnig væri máske ekki af vegi að alþingi hefði eptirlit með bankastjórninni og reikningum hennar. Forstjórarnir, eður aðalstjórn bankans gjörum vjer ráð fyrir, að yrði skipuð launuðum embættismönnum eð- ur öðrutn sýslunarmönnum í Reykjavík, svo vjer ætlum 1000 rd. næga þóknun handa henni, og 2000 til 3000 rd. nægja til að launa umboðsmönnunum (öllum 4). Fetta eru að vísu lítil laun í samanburði við laun sýslunar- manna við aðalbanka; en þó vjer búuinst við, að bank- inn ísl. geti þolað útgjöld þessi, eður allt að 5000 rd., þá rná ekki gleyma því að sýsla hans verður Iftil í samanburði við sýslu erlendra banka, og því verður að sníða bonum stakk eptir vexti; enda ætlum vjer, að ekki yrði óvinnandi að fá allhæfa menn í hans þjónustu þó launin væru ekki mikið hærrri en nú höfum vjer ráð- gjört. Vjer skulum að eins geta þess, að vjer telj- unv sjálfsagt, að banka hjer á landi yrðu veitt öll vceru ud eins kjtirnir til þriggja dra, en eim oij m'i ha'jar til med þad, y.rda þeir ad vera kjtirnir tU 6 ára,

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.