Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 34

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 34
34 kom hafís fyrir norðan, síðan fyrir austan, sem færðist allt að forlákshöfn um sumarmál; síðan fyrir líeykjanes, og þaðan fyrir Garð, og undir ver- tíðarlok að Hvaleyjum og f Hvítárós. Eigi haíði ís í 80 ár áður komizt fyrir Reykjanes; að vestan komst hann fyrir Látrabjarg, en fyrir norðan mátti renna og ríða fyrir hvern fjörð um krossmessu. Þetta ár gekk hjer þung og mannskæð landlarsótt. 1696 var vetur svo harður og kvikfjárfellir svo mikill urn allt land að enginn mundi því líkt síðan h v í t a- vetur; hungrið gekk þá svo mjög að skepnum, að þær sóttu á að jeta sjálfar sig, eða hinar dauðu, og allt sem tönn festi á; horfði þá til hins mesta mann- fellis, enda dóu margir úr hungri í fingeyjar- sýslu. 1697 var er.n frostasamasti vetur með snjóum og á- freðum; lá þá ís við land og hvít storka var á landi sem sjó, svo selir og birnir gengu víða á land og voru drepnir. Refar gengu þá svo að sauð- fje að*ei varð varið; gengu þeirheim að bæjum, og í húsdyr inn, voru þeir þá hrönnum drepnir en sum- ir fundust dauðir úr hungri. Peningsfellir var nú enn nokkur; þó gat hann eigi orðið mikill, því fje manna var orðið svo fátt, eptir undan farin harðindi. Um þetta bil gekk hettusótt mikil og margt fátækt fólk fjell þá úr liungri, t. d. í Trje- kyllisvík 54 menn, umhverfis Jökul 34, og meir enn 100 um Fljót og Ólafsfjörð, 70 um Svarf- aðardal og 30 um Höfðahverf, og svo að þessu skapi norðurundan. 1698 var veðrátta ekki mjög hörð, en bjargarskortur

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.