Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 20

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 20
20 eignirnar skuli e i n g ö n g u verða veö bankans, jafn- vei þó eigi sje, ef til vill, mikiö á móti því. Oss viiö- ist nl. betur eiga við, aö bankinn yrði ný og veruleg þjóðeign; og það ætlum vjer gæti vel skeð með tíman- um ef lík tilhögun yrði á veði handa honum og handa þjóðbankanum danska, að til þess yrði nl. með lög- um ákveðinn einhver viss lítill hluti <5r ö 11 u m fast- eignum f landinu (jörðum og kaupstaðabyggingum) að þjóðeignunum meðtöldum. Þá ætti hver eigandi að hafa rjett til að innleysa veðhluta sinn ineð því verði er hann væri virtur, sem banka veð, nær sem hann vildi og gæti, móti hlutabrjeíi, er gengið gæti í kaupum og sölum, máske við meira verði en hann hefði lagt út fyrir það; og er það sama, sem jarðeigendur, kaup- staðabúar og þjóðstofnanir keyptu nýja fasteign; því þessi eign þeirra í þjóðbankanuin ætti að vcra íullt eins viss eign og fasteign eður peningar. En á meðan lilut- aðeigendur innleystu ekki veðhluta sinn, ættu þeir að gjalda einhverja vissa pro Cento upphæð af veðupp- hæðinni. Á þennan hátt gæti myndast innstæða bank- ans, og orðið svo mikil sinátt og smátt, að hann þyrfti æ rninni veðtryggingu og loksins alls enga. Eptir jarðabókinni nýju, frá 1861, eru allar jarðir í landinu taldar 86,755, Tlö. hndr. Ef vjer nú setjurn meðalverð 44 rd. á hvert 1 hndr., sem eigi inun vera of liátt, yrði öll jarðeign landsins sern næst 3,817,220 rd. virði ; og til að setja einhverja dalatölu á allar kaup- staðabyggingar í landinu, skulum vjer ímynda oss þær eigi minna en fullan ^ hluta allrar fasteignar, eður 424,180 rd. virði. Þetta samtals gjörir 4,241,400 rdl. Nú skyldi veð bankans vcrða ákveðið líkt og í Dan-

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.