Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 7

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 7
7 ig gengur nú í þá margur skildingur og ber ávöxt, sem ella Iieíði lent í svalli hjá óráðsmönnum. 4. Seðlabanki („Seddelbank®) nefnist sá banki, er hefir löghcimilað vald til að gefa út hina svonefndu bankaseðla (Bancosedler), oggjaldblöð tBankno- ter), það er: peningateikn í stað silfurpeninga. Tilgangurinn með seðla útgáfuna er helzt sá, að koma til vegar nægilegum gjaldeyri, sem gengið geti manna á milli; en eigi pappírspeningar að geta gilt sem silfurpeningar, verða þeir að vera byggðir á silfurverði, þannig, að bankinn geti innleyst seðla sína þegar krafist er með silfurpeningum; en til þess útheimtist að hann hafi ætíð fyrirliggjandi nokkuð af þeim. Aldrei þarf að óttast, að hann verði krafinn um, að innleysa alla seðla sína í einu, og ekki einu sinni helming þeirra, þess vegna þarf silfur innstæða hans ekki að vera meiri, cn nokkur hlnti af upphæð þeirri, er hann hefir gefið út í seðlum, og það því síður sem hann lætnr engan seðil frá sjer nema í móti fullu verði eður vissu fyrir ákvæð- isverði þeirra, annaðhvort í víxluin, ríkisskuldabrjefum eður öðru veði. í’annig gengur engin sá seðill manna á milli, er bankinn eigi hafi fengið fasta eign fyrir. Sökum hættu þeirrar, er getur verið samfara brjef- um þeim, scm bankinn tekur í móti seðlum sínum, er á- ríðandi að hann hafi ætíð nokkra vara innstæðu; ogþví heldur ef hann tekur á móti þeim brjefum, er eigi falla til borgunar fyrri en eptir langan tíma Opt hefir það borið við, að seðlar hafa verið settir í umrás til hjálpar ríkissjóðum, og sjást þess Ijósust dæmi á hinum gömlu dönsku bönkum. IJað hefir einnig sjezt, hve hættu- legt slíkt ráðleysi er fyrir laud og lýð, er slíkur verðlaus

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.