Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 6

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 6
6 tilliti, sjer í lagi fyrir iðnað og verzlun; því bæði tempr- »r hön leiguburðinn og eykur tiltrú manna á milli. Fyrir hana getur iðnaðar- og verzlunarmaðurinn óhult lánað vöru sína út, móti áreiðanlegum skuldabrjefum, um nokkurn tíma, en þó fengið borgunina þá er honum liggur á, án nokkurs verulegs óhagnaðar; þar sem ætíð má fá peninga, eður peninga jafngyldi fyrir áreiðanleg skuldabrjef hjá banka þessum. 3. Fjárgcymslubankinn („Depositobanken®) tekur til varðveizlu peninga og ýmsa muni scm mikið verð er í, svo sem góðmálma unna og óunna, ríkisskuldabrjef og fl., og ábyrgist að öllu á meðan þah er í hans vörzlum; en tekur þóknun fyrir, eptir ákveðinni reglu. Bankagrcin þessi er sjaldan notuð af öðrum en auðmönnum og kaupmönnum, er þeim virðist óráölegt að geyma mikið fje í eigin húsum. I»ó er það á stunduin, að bankategund þessi á- vaxtar fje manna, en þá er það skilyrðið, að pening- arnir sjeu í hans vörzluin eður umsjón um nokkuð lang- an tíma og uppsagnarfrestur áskilinn; en hvað langur hann skuli vera, fer optast eptir stærð upphæðarinnar. Leiga sú sem bankinn þá geldur eigandanum, er hin lögboðna eður vanalega. Enn sjer í lagi eru það þó hinir svonefndu sparnaðarsjóðir, er þessi hin síðar talda sýsla er ætluð. Iljá öllum hinum siðuðu þjóðum fara sjóðir þessir mjög í vöxt, og eru hvervctna í miklu afhaldi; því auk þess, að þeir á öllum tímum taka á móti hvað lít- illi upphæð sem er, eru þeir hin öflugasta hvöt til sparnaðar og sterkasta vörn við óráði og svalli. í*ann-

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.