Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 5

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 5
5 þeir settir undir opinbert eptirlit eður yfirstjórn, og er þar að auki veitt ýins einkarjettindi. Bönkunuin er skipt í 5 meginflokka eptir tilgangi þeirra, og er hverri tegund gefið nafn fyrir sig, er berulir á ætlunarverk hennar, sem nú skal greina: 1. Ávísanabanki („Girobank'*), er optast stofnað- ur af kaupmönnutn í þeim tilgangi, að gjöra peningaverzl- unina auðveldari og koina á föstu peningaverði. Innstæða hans er mikið fje í góð-málmum, er meðlimirnir skjóta saman og geyma í honum óáhrærða. 1 banka þessum er fje og skuldaskipti manna — helzt kaupmanna — á stöðugri hringrás, þó að eins með ávís- unum og flutningi úr reikningi í reikning hlutaðeigcnda, svo þótt innstæða hans ávaxtist eigi, eða liggi kyr, er þó þetta í rauninni hið sama sem sjálfir peningarnir gengi manna á milli. Eigi að síður er þessi tegund banka, sem sjerstak- ur banki, eigi af haidin og á sjer hvergi stað, í eigin- legum skilningi, nema í Ilamborg; og er það sami bank- inn og hinn atorkusami kaupmaður Beckmann stofnaði þar 1619. Síðan var að vísu nokkurs konar lánsstofn- un samcinuð við hann; en eigi íæst lán í honum þann dag í dag, nema mót góð-málmum. 2. Aídráttabankinn („Discontobanken"), kaupir víxla og önnur áreiðanleg og eindöguð skuldabrejef, áð- ur en þau eru fallin til borgunar, með vissum afdrætti. Upphæð afdráttar þessa fer eptir eðli og ástandi brjefsins, er hann kaupir, og er hún optast frá 1 til 2 g (af hundraði), reiknuð frá þeim degi, er kaupin gjörast og til þess dags, er brjefið fellur til borgunar. í*essi grein banka er hin hagkvæmasta í mörgu

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.