Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 13

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 13
13 liin vonda kúrantsmynt var aftekin í IJertogadæmunum. Banki þessi var eign ríkisins; fyrir því fjeilu allar tekj- ur Iians í ríkissjdðinn. Fyrir áskorun stjórnarinnar, var og stofnaður prí- vat spesíubanki fyrir Danmörk og Noreg, samkvæmt til- skipun 24. júnf 1791. Grundvallar innstæða hans var ákveðin að skyldi vera 2,400,000 spesíur, er skipt skildi f 6000 hlufabrjef; en þó var hann ekki grund- vallaður á reiðusiifri, eins og Altonarbankinn; því sam- skotin til hans máttu greiðast í kúrantsseðlum eptir þá gildandi gangverði þeirra, sem var 137 kúrantsdalir. Seðlar bankans áttu nú smátt og smátt, að inn- leysast (með J millj. árlega); en langt var frá, að svo færi; því í stað þeirrar fyrirætlunar, að uppleysa kúr- antsbankann, nolaði ríkissjóðurinn hann sjer til hjálpar, svo seðlagrúinn, sem í byrjun strfðsins, árið 1807, var hjer um bil 27 milljónir kúrantsdala, jókst svo, að árið 1812 var hann orðin hjer um bil 142 millj. að upp- hæð; og gangverðið, sem átti að vera 125 kúr. dalir fyrir 100 spesíur, (o: 1 rd. kúr. lijer um bil =9mk. 9 sk. ríkisbanka), fjell smátt og smátt allt að 1760 (o: 1 rd. kúr. hjer um bil = 10 sk. ríkisb.). Spesíubankinn varð einnig lijálparuppspretta rík- issjóðsins, á þann hátt, að sjóðurinn tók megin hlutann af silfurbyrgðum bankans til láns. í>ar af leiddi að bankinn gat heldur ekki innleyst seðla sína, er olli því, að þeir urðu ekki lengur gjaldgengir í hertogadæm- unum, en höfðu þó áður gengið þar jafnt seðlum Alton- arbankans. Þaðvarárið 1799, sem spesíubankinn lán- aði ríkissjóðnum meira en helming silfurbyrgða sinna; og með þeim umskiptum má álíta aðgjörðir hans á enda;

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.