Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 8
8
seðla grúi, svo milljónum skiptir, er lótinn ganga inanna
á milli. Af þessu hefir það leitt, að danskir bankaseðl-
ar hafa fallið afar mikið í verði, til skaða fyrir eigend-
urnar, eins og hina göinlu samtíða menn vora mun reka
mynni til hjer á landi. í Danmörku t. d. fjellu þeir
einu sinni úr 1 rd. ofan í 2 sk., sem kom til af því að
bankinn komst í þrot, og gat eigi innleyst seðla sína, ein-
mitt fyrir það ráðleysi stjórnarinnar, að láta hann gefa
út mergð af seðlum, er hann tók ekkert í móti.
Nú er það allstaðar með lögum ákveðið, að enginn
seðill sje gefinn út, nema bankinn fái verð eða vissu fyrir;
og einnig hvcrnig og á hvaða grundvelli bankar megi
stofnast og hvernig þeiin skuli stjórnað. Fyrir því ganga
nú pappírspeningar flestra landa jafnt silíurpeninguin
manna á milli, svo að segja undantekningarlaust. ftlík
lög eru alveg nauðsynleg; því ella væri hætt við að
bankinn gæfi út fleiri seðla en góðu hófi gegndi
Sje banka þessuin vel og skipulega fyrir komið, eð-
ur vel stofnaður og viturlega sfjórnað, og hafi þar hjá
opinbert og gott eptirlit, — sem allt er einka skilyrði
fyrir þrifum hvers banka sein er, — er hann ómetan-
lega gagnlegur landi og lýð, bæði að því leyti hann eyk-
ur gjaldeyrinn eður borgunarmeðölin, og því, að gjöra
alla peninga umrás auðveldari og ljettari í landinu.
5 Veðbankinn („Hypothekbanken®) lánarút fje,
annaðhvort í peningum eður góðum og gildum skulda-
brjefum, gegn veði í fasteign, sem verður að vera allt að
^ meira í verði en lánsupphæðinn, og með vissri leigu,
sem optast er hin lögákveðna eður vanalega.
6, Lánbankinn (sLaanebanken“) er í raun ogveru
ekki annað en önnur grein veðbankans, en er þó að því