Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 28

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 28
28 fólk úr hungri og varð úti víða, því það sem snautt var sótti að sjónuin og fjell þar svo hrönnum. Sumarið var mjög votviðrasamt. 1635 var vetur aptur allgóður, en þó feldu menn pen- ing sinn, því hey voru injög lítil undan sumrinu; varð þá hungur og hallæri, en bættist nokkuð úr með íiskafla. 1636 er sagt að gengið hafi bólusótt og landfarsótt með taki; þá var vetur harður, einkum austanlands, með snjóum og ísalögum, en allgóð hcybjörg und- an sumrinu bjargaði skepnum manna. 1637: vetur sá var snjóa- og áfreðasamur, og tók það eigi upp fyrr enn í 9. viku sumars. 1638 var vetur misjafn eptir jól; en hlutir svo miklir á Suðurlandi að eigi höfðu aðrir eins verið f 50 vetur ; um sumarið gekk kvefsótt mikil með taki. Veturinn gekk snemina í garð með snjóum og hríðum; hafís kom fyrir norðan þá hálfur mánuður var af vetri, hinn 13. og 14. nóv.; þau fjögur dægur samficitt var snjóhríð mikil með hörkum; urðu þá víða fjárskaðar; veðrið var svo mikið, að fuglum sló til jarðrar svo að þeir vængbrotnuðu. 1639 eptir nýárið voru hin söinu harðindi; rákust þá ís- ar kring um land, og komu austan að fyrir sunnan land og allt fyrir suðurnes; þá var grasár lítið sökuin frosta og kulda; urðu inenn því um liaust- ið að lóga miklu af pening sínum; það haust var þvf kallað „bauluhaust“. 1640 gjörði vetur enn harðan og jarðbannasaman, eink- um á Norðurlandi, svo nokkuð fjell af öllum kvik- fjenaði; var þá mikill bjargarskortur manna á með-

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.