Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 14

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 14
14 því frá þeim tíma og til þess hann uppleystist alveg, ár- ið 1813, mátti kalia, að hann að eins atórði“. Þegar nú silfurinnstæða bankans, eður meira en helmingi hennar, var — eins og þegar er á vikið — breytt í nafnverð haustið 1799, og úflánin þar fyrir hlutu að stansa, voru tvær millibils lánsstofnanir reistar, er notast skyldu þar til spesíubankinn gæti aptur farið að lána út eins og áður. Stofnanir þessar hjetu: „Institut til Handelens Tarv í Kjöbenhavn" og BDepositokassen“. Hinn fyrrnefnda gaf út seðla, er kallaðir Amru „Comitcesedler8 og báru þeir 1 sk. leigu daglega af hverjum 100 rd. Seðla þessa lánaði og sfjöxnarnefnd (BComitee“) stofnunar- innar út gegn 5 g leigu upp á vörur og lausa aura. Til að ráða böt á þessum peningalega ruglingi, er hafði svo skaðleg áhrif á allt háttheldi, var með tilskip- un 5. jan. 1813. og skipulagsskrá (Fundats) fyrir rík- isbankann, dagsettri sama dag gjörð meginbreyting á peningaefni Danmerkur. Með nefndri tilskipun var hið svo nefnda kúrants- sannvirði (Courantmyntfod) upphafið í konungsveldinu og í þess stað lögtekið aptur hið svo nefnda spesíu-sann- virði, sem innleitt var í hertogadæmunum árið 1788. Eptir þessu sannvirði áttu 2rd. að vcra í einni spesíu og var nú nefnt ríkisbanka-sannvirði. Nú uppleystist kúrantbankinn og sömuleiðis hinn danski og holstcinski spesíubanki. Fjelögum hins danska spesíubanka var þegar greidd eign þeirra með fje úr rík- issjóðnum. Hinn slesvík- holsteinski banki var þar á móti nokkurs konar ríkisbanki, svo ekkert þurfti að innleysa lians vegna annað enn þá spesíubankaseðla, er gengji

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.