Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 23
23
hin söniu rjettindi hjer og þjóðbankinn f Danmörku
hefir þar; og yrði það bæði trygging fyrir hann og út-
gjalda Ijettir.
Pað sern vjer þegar höfutn sagt, eða stungið upp
á, viðvíkjandi stofnun og fyrirkomulagi banka hjer á
landi, er fremur gjört til að vckja umræður utn málið,
en af því, að vjer þykjumst öðrum færari til að ræða
og rita utn það; og því leyfum vjer oss að lyktum að
skora á alla þá, er sinna vilja þessu vandasama og
mikilsvarðandi málefni, og sem hafa þekkingu á því, að
þeir láti tillögur sfnar í ljósi í blöðunum og skýri það
betur fyrir almenningi en vjer höfum gjört, og stingi
ujtp á því, er þeitn virðist betur fara. Vjer vonum og,
að BGangIeri“ taki jafnan fús við því til flutniogs, er
ujiplýst gctur mál þetta, eða sent á einhveni vcg stuölar
til að þoka því áleiðis.
P.
STUTT YFIRLIT YFIR IIARÐÆRI OGMANNDAUDA
Á ÍSLANDI FRÁ RYGGINGU i>ESS.
(Framhald).
1601 var vetur aftaka harður frá því fyrir nýár, hafís
» utn vorið og grasleysi um sumarið, því á Jóns-
messu var varla sauðgróður. fessi vetur hefir
vcrið álitinn einn sá harðasti er komið hafi á landi
hjer, og kallaður „Lurkur“.
1602 var vetur góður, en þó kallaður „píningsvetur“;
var þá sótt og hallæri; komu þá engir lögrjettu-
menn til alþingis að norðan og austan.
1603 dó margt af íátæku íólki uin allt iaud úr sulti.