Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 31

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 31
31 við brugðið fyrir horkur og liarðindi; sumarið var þurt og grasvöxtur lítill; þá varð svo hesta látt fyrir norðan og austan, að þá riðu nær engir á þing og eigi varð einum sakamanni komið úr Þing- eyjarsýslu þangað. 1675 gjörði frostavetur mikinn, en eigi fjarska harðan, var þá neyð mikil í Ilúnaþingi og víðar fyrir norðan. 1G76 var vetur harður og stórviðrasamur; varð þá því nær aldrei róið á Suðurlandi fram að páskum; varð þar þá bjargarleysi og sultur mikill, svo eigi hafði verið annar eins í manna minnnum; sá þá á mörg- um manni fyrir hor. Skorpu gjörði mikla um sumarmál og var þá mikið af kúin skorið af hcyj- um. þá gekk sótt mikil og helzt á miðaldra fólki. 1678 eptir Mikaelsmessu gjörði hret mikið með snjóum og frosti; lagði þá flestar ár mánuði íyrir vetur; urðu þá miklir fjárskaðar, en upp frá því varð vetur góður. 1680 var vetur harður frá jólum; komu þá fáir dagar snjóhríðarlausir allt til einmánaðar, og stundum voru hríðar 8—12 daga samfleitt, en allvel voraði; flskafli lítili. 1683 var vetur rosasamnr og ógæfta mikill á Suður-og Vesturlandi, og frostasamt og kalt; hafís var með Norðurlandi öllu fram á sumar, svo hvergi sá út yflr hann af liæstu fjöllum; eptir sumarmál rak hann að austan og sunnan allt f Grindavík og hindraði róðra. 1684 er sagt að út hafi litið fyrir að sveitir fyrir norð- an Jökulsá f Axarfirði mundu innan skamms eyði-

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.