Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 10

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 10
10 taka hærri leigu en 6 af hundraði ; en taka má hann leiguna fyrirfram; og er það orðin venja að honum sje borguð leigan fyrirfram fyrir fyrsta mánuðinn og úr því eptir samkomulagi, eða samningi og enn fremur að lán- ið megi standa lengur en 6 mánuði. Veðið á, eptir gefnum reglum, að vera frá J til ] rneira í verði enn láns upphæðin; þannig hefrr bankinn allt að þessu lán- að út 85 3 gegn hlutabrjefum sínum, 60 til 75 g gegn konunglegum skuldabrjefum, er bera 3 jj í leigu, 500 rd. gegn enskum ríkisskuldabrjefum upp á 100 pund sterl, og eptir kringuinstæðum og samkomulagi gegn veð- skuldabrjefum. Reikningsár bankans er frá 1. ágúst til 31. júlí. Sjerhver meðlinrur hans verður að borga 8 rd., sem inn- göngueyrir við byrjun hvers bankaárs; en sá nefnist meðlimur hans, sem er í reikningi við hann og getur lát- ið hin meiri skuldaskipti sín við aðra menn ganga í gegn- um hann, t. d. með flutningi úr reikningi í reikning. í 4. deild banka-reglugjörðarinnar frá 27. júlí 1818, er ákveðið að stjórn þjóðbankans sje skipuð 5 forstjórum og 15 umboðsmönnum eður fulltrúum. Af þjóðarinnar hálfu hafa fulltrúarnir á hendi eptirlit með aðalstjórn hans og eru í vissum tilfellum hluttakandi í henni. Fulltrúar þessir eru valdir til 5 ára og fara 3 þeirra írá á ári, er fer eptir hlutkesti hverjir sjcu. Forstjór- arnir eru og valdir til 5 ára, l af konungi og 4 af fulltrúunum, og fer 1 þeirra frá á ári eptir hlutkesti. Ilinn konungkjörni hefir jafnan forsæti í aðalstjórninni, og ræður atkvæði hans þegar jafnt falla atkvæði. Aðal- stjórn og störfum við bankann skipta forstjórarnir með sjer,

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.