Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 38

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 38
38 aumingja fiðrildin; hön tíndi sjer blóm, fíila og sóleyjar, og knýíti það saman að gamni sínu. Tímar Iiðu fram, og allt í litla hósinu fór eptir venjulegri rás, hósið var skrautlaust, eins og hvívetna J>ar sem fátækt situr að völdum, en það var hreinlegt og viðkunnanlegt, það var eins og allt, hátt og lágt, ylmaði af þrifnaði og reglu. Það var einungis ofhiti sumarsins, sem var óþægilegur; það var lágt undir lopt- palli, svo hitinn náði þvf ineir að verka; gluggarnir voru þess vegna opnir, og ílugurnar streymdu inn í húsið, og áreittu húsbóndann, þreittan og sveittan, og þetta jók ekki alllítið veiðifýsn hennar TJlfhíIdar litlu, — hún drap aumingja ílugurnar hrönnum saman. Faðirinn barðist hraustmannlega fyrir velferð konu sinnar og barns, iðni hans var nærri dæmalaus. Móðirin gjörði sitt til; hún vann af kappi án möglunar; skap- ferli hennar var að nokkru leyti frábrugðið mannsins, ekki eins Ijúfmannlegt og fagurt, en engu að síður gjörði hún sjer far um að reika ekki á vegi dyggðarinnar og sannleikans. Nú kom haustið, og yls sólarinnar naut ekki leng- ur; geisladýrð hennar fölnaði dag frá degi, og flugurnar hurfu burt að mestu leyti. Úlfhildur litla gat ekki á heilli sjer íekið; hana vantaði eitthvað. Ilún gat ekki fengið af sjer að drepa þær fáu flugurnar sem eptir voru, heldur stráði hún í þess stað sykri og sætinduin á gluggana, og hafði svo ósköp gaman af að sjá þær að jafn Ijúffengum snæðingi. Nú kom veturinn, snjóbreið- an sveipaði blómgarðinn, dyrnar voru lokaðar, flugurnar voru horfnar, og Úlfhildur litla varð nú að vera inni, og gjöra sig ánægða með að virða fyrir sjer hið rjúkandi

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.