Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 35

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 35
35 fjarskalegur, svo enn fjell mikið af snauðu íólki; var þá umferð óbærilega mikil af förumönnuin, einkum við sjávarsíðuna; dó þá fjöldi milli bæja og týndist á ýmsan hátt; þá gekk líka þjófnaður og gripdeildir miklar. A Suðurlandi lagði vetur að með allraheilagramessu með liörkum miklum og snjóum, Iagði þá Hvalfjörð, svo gengið var af Hvalfjarðareyri að Klafastöðum, og eigi sá í auð- an sjó af Skaga á Akranesi um jólin. Fyrir norðan lagði vetur að með Mikaelsmessu. 1699 hjeldu vetrarharðindin áfram, og það svo grimm að fuglar láu hrönnum saman við sjó- inn, frosnir til bana; skóga kól og brotnuðu þeir fyrir snjóþunga, og fúnuðu og eyddust síð- an. Marga menn kól þá til bana víðssvegar um land. Af þessum miklu harðindum hófst nú mann- dauði, er hjelzt um hin næstu 3 missiri. 1700 var vetur ekki mjög frostharður, en þungur, rosa- samur og snjóamikill, allt frá Marteinsmessu. Þá gekk hallæri mikið um allt land, svo margir menn dóu af sulti, og það þó mest á Suður- og Vest- urlandi, einkum umferðafólk er safnaðist að sjón- um að leita sjer bjargar; var þá jetið hrossa- kjöt, er þá þótti vanvirða mikil, og svo líka hrafn- ar og allt sera tönn festi á. Vetur þessi var kallaður „mannskaða vetur“, því á honum er sagt að drukknað hafi um 400 manns. (Framh. síðar). 3*

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.