Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 16

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 16
16 gæfi út, var ákveðið, að ganga skyldu manna á milli í Danmörku, Noregi og Ilertogadæmunuin; en rneð tilskip. 30. júlí 1813 voru Hertogadæmin aptur gefin frí við seðla gang þennan. Þannig komst úhóflegur seðlagröi í uinrás f Danmörku, er, í sambandi við hinar hræðilegu kringumstæður ríkisins um þær inundir, olli því, að gang- verðið fjell töluvert, og það jafnvel niður í 140C0 (o : 140 kör. seðlar = 1 spesíu). Aptur stje gangverðið um 5000, við árslokin 1813, srax og ótleitfyrir, að friður kæmist á. Til að auka traust alþýðunnar á hinum nýa banka, lofaði stjórnin, með opnu brjefi 30. jólí 1813, að ríkis- bankinn skildi síðar verða eign „prívat“ þjóðfjelags og skipt í þrjár megin deildir: eina danska í Kaupmanna- höfn, aðra norska í Kristjanfu og þriðju slesvík-holsteinska í Kíl. Samkvæmt loforði þessu, var ríkisbankinn með opnu brjefi 6. apríl 1818, frá 1. degi ágóst mán. s. á. gjörður að þjóðbanka þeim, sem allt hingað til er sá eini, sem til er í Danaveldi. Einkarjettindaskrá (Octroi) þjóðbankans er dagsett 4. jólí 1818. Grundvallar-innstæða þjóðbankans varð (og er) hin sama og ríkisbankans. fannig urðu allir kaupstaðabygg- inga eigendur í Danmörku fjelagslimir hans, eður hluta- brjefa eigendur, að því leyti nam veð-upphæð þeirra (6 g af verðinu) og sömuleiðis eigendur allra jarða og tfunda, að því leyti nam sjöttungi veðsannana þeirra, er þeir ávaxta, þó án nokkurrar skatt-uppbótar. Enginn gat orðið hlutabrjefa eigandi fyrir veð, sem ekki nam 100 rd.; þar á móti höfðu menn rjett til að auka veð-upphæð sín allt að 100 rd. ; en með því

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.