Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 17

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 17
17 hlutabrjefin stigu í verði yfir ákvæðis upphæð sína, var með opnu brjefi 6. ág. 1839 fyrirskipað, að veðaukn- ing þessi mætti ekki eiga sjer stað lengur en til 1. ág. 1842. Með þessu móti jókst innstæða bankans og hluta- brjefa upphæðin hjer um bil um 5} mill. rd., svo að gjörvöll upphæð hlutabrjefanna var nú til samans 13,463,446 rd. Höfuðaugnamið bankans var, að útvega landinu stöðugt peningaefni; og hve vel það heppnaðist sjest at því, að gangverð pappírspeninganna hækkaði smátt og smátt svo, að 5. maf 1845 var því lýst yfir, samkvæmt konungsbrjefi 11. júlí 1841, að seðlar gætu gjörzt að silfurpeningum (reduceres). Nýnefnt konungsbrjef ákveð- ur, að seðlafjöldinn, hvort heldur hann sje fyrirliggjandi í fjehyrzlu bankans eður í umrás manna á milli, megi ekki yfirstíga 16| mill. rd. (En var þó síðar aukinn uin 31 mill. = alls 20 mill. rd.). Það ákveður einnig, að bankinn skuli eiga svo mikið silfur-verð, er nemi helm- ingi allra þeirra seðla, sein sjeu við líði; og sem vissu fyrir hinum helmingi seðlanna, skuli hann eiga skuld- laust svo mikið í góðu og gildu Iausafje, er nemi í hið minnsta hálfu meira verði, eður 150 g. Megin sýsla bankans er innifalin í því, að kaupa ineð aldrætti (discontere) bæði Hamborgar, enska og inn- anbæar víxla; cn lánar lítið út gegn veði f vörum og fasteignum. Aukadeildir þjóðbankans í Kinh. eruþessar: Banka- * ritstofan í Arósi, sem reist var 4. desemb. 1837, og Aukabankinn í Flensborg, sem opnaður var á önd- verðu árinu 1844. Gangleri 2. hepti. 2.

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.