Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 32
32
leggjast og fólkið falla fir hungri. f*á var Þing-
eyjarsýsla boðin upp og vildi hana enginn.
1685 var vetur áhlaupasamur og stormamikill, og var
kallaður Bmannskaðavetur“; þá var hart vor, hafís
kom að Norðurlandi á einmánuði og lá fram til
höfuðdags. Skip þau er fara áttu að Norðurlandi
komust eigi nema á Austfirði, og máttu snóa heim
aptur. Grasleysi var mikið og bjargarskortur. Þá
var eldur uppi í Grímsvötnum.
1686 og 87 voru fremur hörð ár, einkum fyrir norðan,
en þó varð fellir ekki til muna á fje eða mönnum.
1688 var vetur mjög harðnr með hörkum og áfreðum;
varð þá peningsfellir í flestum sveitum, en harð-
ast varð utn björg á Austurlandi. Peningur sá er
eptir lifði varð því nær ónýtur, sökum harðinda á
sumar fram og grasbrests; horfði þá til hins mesta
mannfcllis.
1689 hjelt bjargarskorturinn áfram, þó vetur væri all-
góður; var þá málnytu peningur mjög skorinn til
matar, því eigi var annað til að lifa á, þar fiski-
leysi var líka; dó þá margt fólk í flestum sveit-
utn af skorti, og það meira enn næstliðið ár, því
harðindin þrengdu æ því meir að sem þau gengu
lengur, eptir því sem lögþingismenn úr öllum fjórð-
ungum landsins vitna þá utn.
1690 gjörði aptur harðan vetur, lá þá svo mikil neyð
á mönnum að fá-dæmi voru til; margir höfðu fellt
og skorið fjenað sinn í flestum hjeruðum, og þar
ofan á bættist fiskileysi nteira enn fyrra árið; þá
gekk yfir sótt mikil og þung; hrundu menn þá
c niður bæði úr henni og hungri.