Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 39
39
hreggdrif og hreggmyndirnar á glugganum. Opt hugs-
aði hún um flugurnar sfnar, óskaði eptir sól og
sumri, og hjet þeim öllum lífs grið og lima; hún hjelt
að þær mundu þá ekki fl/ja yfir veturinn.
Einu sinni sem optar sat Úlíhildur litla úti við
glugga; þá heyrði hún allt í einu eitthvert murr skammt
frá sjer; það var ofurlítil fluga, sú eina er staðist hafði
kulda vetrarins; hún var að sönnu mjög veikburða, og
aumingja vængirnir voru svo aumkunarlega lamdir og
reittir, en þó gat hún nöldrað. tílfhildi litlu varð svo
hverft við, að hún rak upp háhljóð, en það var fagn-
aðarhljóð. Foreldrar hennar þustu að með öndina í
hálsinum, skjálfandi af ótta, og kölluðu: sHvað
gengur áK? I*au hugsuðu að eitthvað gengi að barninu.
Úlfhildur benti þegjandi á fluguhnoðrann, hún þorði
ekki einu sinni að tala, auk heldur að kvika, svo flugan
styggðist ekki burt. „Ekki annað en fluga“ sagði móðir
hennar, 9það mátti ekki vera minni skrækur8! Þetta
sagði hún með gremjusvip, og gekk út úr herberginu.
Faðirinn gekk líka út á tánum, brosti og kinkaði kolli;
honum líkaði þetta vel af barninu.
Eptir þenna heillavæna atburð vann tílfhildur litla
að nýju sína fornu blfðu, og þá gleði, sem að eins er
lánuð saklausu barni. Flugan var nú hennar eina
skemmtun; á nóttunni var hún hennar draumur, og á
daginn bljes hún andhita sínum yfir aumingja krækluna;
til að endurfæða lífsmegin hennar og fjör; það leið
heldur ekki á löngu, að flugan væri heil sára sinna, og
hún flögraði kring um iífgjafa sinn með þakklætisnöldri.
Úlfhildur litla gleymdi öllu Ieikfangi sínu, og þótti það
einkis virði; hún átti þó meðal annars ofurfallega brúðu,