Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Qupperneq 13

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Qupperneq 13
ELDGOSIN. 13 einnig ær sínar. GróSur aliur var gisinn mjög, en furðu kjarngóður. Svo snomma sem unnt var, tóku menn að hreinsa tún sín. par sem vatni varð veitt á túnin, varð hreinsunin miklu auðveldari, pví að askan skolað- ist aptur burt með vatninu; þáfœrðumenn ogöskuna í gryfjur, ertilþess voru gjörvar í lágum í túnunum, og bávu þar yfir torf og mold og hroða. Víða feykti ösku yfir aptur þar sem hreinsað hafði verið, en þá var hreins- að aptur. 1 hreinsanir þessar gengu nær allar voryrkjur; er gjört orð á þvi, hve kappsamlega menn hafi gengið að þessu verki, enda hafði það þann árangur, að túnin urðu ekki ónvt það sumar. Jafnvel leit svo út framan af sumri sem allgóður grasvöxtur mundi verða á túnum, en þá komu hitar miklir og langvinnir, svo að jörðin varð of þurr og sums staðar skaðbronnd, einkum á bölum og hólum. Af hinum hreinsuðu túnum fjekkst lijer um bil helmingur af töðu móti því sem er i meðalári, cn sums stað- ar nokkru meira. Af engjum fjekkst enn minna að tiltölu, sums staðar þriðjungur móts við í meðalári, sums staðar allt að sjöttungi, sums staðar varla neitt, einkum á þurrlendum jörðum. Víða höfðu menn raunar reynt að hreinsa engjarnar eins og túnin, en fáir fengu annað því svo sem þörf var á. Var grasið því sums staðar svo gisið upp úr öskuskófinni, að sláttumaðurinn sló ekki nema á 1 hestádag, eða jafnvelenn minna. pað gjörði og nokkuð um, hvað lítið fjekkst af engjum, að engjasláttur byrjaði í seinasta lagi, sökum þess hvað seint gekk að slá túnin. Alls staðar var seigbeitt mjög, einkum á öllu harðlendi. pað fór að likindum, að eigi rjeðust menn í að setja jafnmargt fje á vetur sem að undanfömu, og fækkuðu margir fje sinu til muna, sumu heima hjá sjer, en sumt ljetu þeir í kaupstaði fyrir kom handa því fje, er eptir var og sett var á vetur. Fje var óvenjulcga feitt á hold, í meðallagi mörvað, en ullarlítið. Ekki bar mikið á veikindum i fjenaði, en viða vom kindur klaufsárar, og margt af ungu fje var meira eða minna tanngallað. pví var helzt lógað, en hið fullorðna sett á, og lifði rúmur helmingur af því hjá íiestum, en hjá snm- um fullir tveir þriðjungar og þar yfir. Um sumarið og haustið komu nokkur rifveður, er feyktu öskunni og dreifðu; rauk þá nokkuð á hinar öskulausu sveitir, en eigi til skemmda. Á mýrum og mosum sat askan lengst, og var þar enn undir árslok eins til þriggja þumlunga þykkt ösku- lag. pó var askan þá yfir höfuð mikið farin að þverra. pað er ómögulegt að telja til skaða þann allan, er öskufall þetta hefur gjört hjeruðum þeim, er urðu fyrir því, og þá þvi síður að meta hann til nokkurs verðs, en vist er það, að tjónið varð mjög mikið. Svo er sagt, að 16 bœir á Efra-Jökuldal hafi alveg lagzt i eyði um sinn, en meiri eða minni skemmdir hafi orðið á undir 200 jörðum öðrum. Raunar er það talið víst, að flestar þessar jarðir nái sjer aptur þegar fram líða stundir, og sumar þeirra að líkindum innan skamms. Einnig þykir lík- legt, að jarðir þær, er í eyði lögðust, muni aptur verða byggilegar með tímanum, en þó óvíst, að sumar þeirra bíði nokkum tíma fullar bœtur. pað er talið mjög misráðið, að fólk flýði af jörðum þessum og reyndi eigi

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.