Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Síða 41

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Síða 41
LANDSTJÓKN. 41 stiirnim hans við latínuskólann, með pví skilyrði, að þessum kennarastörf- um yrði gegnt af öðrum kennara án sjerstakrar borgunar. Um hina nýju læknaskipun hefur áður verið getið, par sem sagt var frá aipingi. Einn nýr læknir var settur í cmbætti á árinu: kandídat porvarður Andrjesson Kjerúlf i læknisumdœmið í Húnavatnssýslu (fyrir vestan Blöndu). Heiðursmerki voru færri veitt en árið áður. Einn maður var sœmdur heiðursmerki dannebrogsmanna, Níels Sigurðsson, fyrverandi póst- ur. Eyjóifur bóndi Sigurðsson á Horni í Austur-Skaptafellssýslu fjekk frá Frakkasfjórn heiðurspening úr gulli fyrir að hafa tekið vel á móti frakk- neskum skipbrotsmönnum vorið 1873. Heiðursgjafir úr styrktarsjóði Krisfjáns konungs 9. i minningu púsundárahátíðar ísiands, veitti landshöfðinginn 31. ágúst sýslunefndar- manni Eggert Helgasyni á Helguhvammi i Húnavatnssýslu 200 kr., og bónd- anum Símoni Sigurðssyni á Kvikstöðum í Borgarfjarðarsýslu 120 kr., báð- um fyrir framúrskarandi jarðabœtur. Af d ó m s m á 1 u m er eigi margt að segja. pess er getið £ frjcttun- ' um árið 1873, að Jón Ólafsson, pá verandi ritstjóri blaðsins Göngu-IIrólfs, var dœmdur sekur við hjeraðsdóm í 3 meiðyrðamálum við Hilmar Fiuson iandshöfðingja, í einu í 200 rd. sekt, í öðru í 6 mánaða fangclsi, og í hinu þriðja í eins árs fangelsi. Jón fór pá til Ameríku, áður en dómum pess- um var fullnœgt. Nú kom Jón aptur, og átti pá að taka til óspilltra mála og fullnœgja dómunum, en hann fjekk leyíi til að áfrýja peim til yfirrjett- ar. En eigi varð pó meira úr pessu að svo komnu, pví að Jón fór burt aptur. í landsyfirrjetti voru á árinu alls dœmd 22 mál. Af peim voru 7einkamál, en 14 s a k a m á 1, og eitt opinbert 1 ö g r e g 1 u- mál. Meðal einkamálanna var 2 vísað frá yfirdómi, og 2 frá undirrjetti, en í 3 kveðinn upp fullnaðardómur. Eitt af peim var milli Miklaholts- kirkju og Arnarstapaumboðs út af selveri, annað milli kaupmanns i Li- verpool og Magnúsar bónda Jónssonar í Bráðræði út af saltfarmi, og hið priðja milli Egils kaupmanns Egilssonar í Reykjavík og hinnar íslenzku samlagsverzlunar í Björgvin út af verzlunarviðskiptum. Meðal sakamál- anna var 2 visað frá yfirdómi, en í 12 var kveðinn upp fullnaðardómur, Af pessum 12 málum voru 5 pjófnaðarmál, 1 nauðgunarmál, 1 út af dul- arfœðingu og barnsmorði, 2 út af ólögmætri meðferö á fundnum fjármun- um, 1 út af ofbeldi við hreppstjóra, 1 út af skammaryrðum við hrepp- stjóra, og 1 út af illri meðferb á skepnum. í hæstarjetti var nú loksins dœmt hið mikla laxveiðamál eða Elliðaármál milli Benedikts yfirdómara Sveinssonar og Thomsens kaup- manns. Landsyfirrjettardómsins hefur áður verið getið í fijettunum (1871), en nú var hann staðfcstur og vann Thomsen málið.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.