Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Side 51

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Side 51
MENNTUN. 51 anfara, er bin síðustu ár hefur haft hana til leigu, slcppti nú lcigunni, er annar bauð hærri lcigu, en fjekk aptur leyfi konungs til að stofna nýja prentsmiðju á Akureyri, og hjelt hann þar áfram blaði sínu. F r j e ttabl ö ð komu 5 út á árinu. Af peim komu 3 út i Eeykja- vík, en 2 á Akureyri. Eeykjavíkurblöðin voru: pjóðúlfur (27. ár) undir ritstjórn Mattíasar Jokkumssonar, ísafold (2. ár) undir ritstjórn Björns Jónssonar, og Islendingur (fyrsta og síðasta ár) undir ritstjórn Páls Ey- jólfssonar. Akureyrarblöðin voru: Norðanfari (14. úr) undir ritstjórn Björns Jónssonar, og Norðlingur (1. ár) undir ritstjórn Skapta Jósefssonar. Öll blöð pessi höfðu meðferðis ýmsar leiðbeinandi ritgjörðir um almenn mál, og sum peirra par að auk ýmsan fróbleik, og svo sögur og kvæbi. Að pví leyti sem blöb hafa meðferðis ritgjörðir um almenn innanlandsmál, pá er jiað venjulegt, að pau hafi einhverja vissa stefnu. Og jiar sem svo hagar til, að pjóðin og stjórnin eru ekki á einu máli, jiá er jiað títt, að sum hallast að stjórninni og eru kölluð stjórnarbiöð, en sum taka fram vilja jijóðarinnar, og nefnast jijóðblöð. Af pessum íslenzku blöðum hafa ísafold, Norðanfari og Norðlingur verið talin eindregin jijóðblöð, pjóðólfur hvort- tveggja, en íslcndingur hvorugt. Af öðrum tímaritum má einkum nefna Andvara, tímarit hins íslenzka pjóðvinafjelags (2. ár). Ha-nn hafði meöferðis langa ritgjörð eptir Jón Sigurbsson um fjárhag og reikninga íslands, nokkur kvæði o. fl. pjóð- vinafjelagið gaf nú aptur út almanak, fyrir árið 1876. Viðbætir fylgdi pví sem í fyrra með ýrnsu smávegis, en nokkuð stœrri. Nokkurs konar tímarit eru einnig Alpingistíðindin, Stjómartíðindin, Stjórnarmálatíðindi bókmenntafjelagsins, Landhagsskýrslur, Skímir, Frjettir frá íslandi, Skýrsl- ur og reikningar bókmenntafjelagsins, Skólaskýrsla o. fl. Aptan við skólaskýrsluna 1875 er prentaður fyrri partur af „viðbœti við ís- lenzkar orðabœkur“ eptir rektor Jón porkelsson; pað eru íslenzk orð með danskri pýðingu og er hvervetna jafnframt vitnað í fornrit pau, er orðin eru tekin úr. Af öðrum bókum, er út komu, eru einkum teljandi: 1. Manfred, sorgarleikur eptir Byron lávarð, pýddur á íslenzku af Mattíasi Jokkums- syni, (pýbanda Macbeths og Friðpjófssögu). Skáldrit petta er talið eitt af ágætustu skáldskaparritum síðari tíma, og frægt um allan hinn mennt- aða heim. Hin íslenzka pýðing pykir og snilldarverk í sinni röð. En með pví að sorgarleikur pessi er mjög dularfullur og sums staðar torskilinn, pá hefur hann eigi orðið við alpýðuhœfi. Aptan við ritið eru prcntuð nokkur kvæði eptir hið sama höfuðskáld, flest pýdd af Mattíasi Jokknms- syni, en eitt peirra af öðrum. 2. Presturinn á Vökuvöllum, skáld- saga pýdd úr ensku (cptir Oliver Goldsmith) af Havíð presti Guðmunds- syni. pessi skáldsaga hefur erlendis áunniö sjer mikla frægð fram yfir flestar aðrar skáldsögur, og hefur hún verið pýdd á margar tungur, og opt á sumar. pýðingin er vönduð. 3. Söngvar og kvæði, gefin út af söng- fjelagi pví í Eeykjavík, er Harpa heitir. Ljóðmæli pessi eru sumpart

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.