Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 1
Rannsókn í Borgarfirði 1884 (framhald) eftir Sigurð Vigfússon. Egils saga Skallagrímssonar. f>ar var fyrr frá horfið rannsókninni i fyrra, að komið var aftr að Egils s.; skal eg nú skýra frá því, sem eftir er þeirr- ar ferðar, samkvæmt því, sem eg hefi lofað, sjá Árb. fornleifafél. 1884—1885. Miðvikndaginn, 17. sept., fór eg á stað frá Norðtungu, og of- an í Stafholtstungur að Arnarholti; var þar um nóttina. Fimtudaginn, 18. sept., fór eg út yfir Norðrá og upp með Gljúfrá alt upp að J>inghól. þ>að er nær upp undir Langavatns- dal. Hér var einn hinn forni þingstaðr Borgfirðinga. Eg var hér lengi um daginn og fór ofan að Galtarholti um kveldið. fessi þingstaðr er nefndr í Gunnlaugs s. ormstungu bls. 193, þegar forsteinn Egilsson reið þangað með austmanninum til að gjöra upp búð sína; þá dreymdi hann drauminn, sem austmaðrinn réð; þar er sagt, að þingstaðrinn var upp undir Yalafelli; það nafn er nú týnt, enn líklegt er, að Valafell hafi þá heitið múlinn þar fjrrir ofan. Bœrinn Grenjar, sem sagan talar um, er langt þar frá, fyrir utan Langá; þangað fór f>orsteinn fyrst, með því að þar bjó landseti hans, sem hann lét hjálpa sér til að gjöra upp búðarveggina. Greinilegar er talað um þennan þingstað Borgfirð- inga í Egils s., f málum þeirra þorsteins og Steinars; þar er og talað um þingbrekkuna, og um búð þá, sem þorsteinn lét gjöra handa Agli föður sínum, og um þingsköp og fleira; bls. 216—17 segir, þegar Egill reið á þingið: „Menn sá af þinginu, at flokkr manna reið neðan með Gljúfrá ok blikuðu þar skildir við. Og er þeir riðu á þingit, þá reið þar maðr fyrir í blárri kápu. Hann hafði hjálm á höfði gull-roðinn, en skjöld á hlið gullbúinn, í hendi krókaspjót; var þar gullrekinn falrinn. Hann varsverði gyrðr. þ>ar var kominn Egill Skallagrímsson með átta tigi manna, alla vel 1

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.