Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Page 2
2
vápnaða, svá sem til bardaga væri búnir . . . Létu þeir Egill bera
inn fargjörfi sína í búð, en reka hesta i haga. Ok er þetta var
sýslat, gekk Egill ok þ>orsteinn með flokkinn allan upp í þing-
brekku, ok settust þar sem þeir vóru vanir at sitja“.
Nú skal eg lýsa þessum stöðum, i sambandi við það, sem hér
er sagt. Langá kemr úr Langavatni á Langavatnsdal, og rennr
fyrir vestan Staðartunguna, sem kölluð er, þar til hún skiptist, og
nefnist þá eystri kvíslin Gljúfrá. Langá rennr í útsuðr, fyrir vest-
an Borgarhrepp, enn Gljúfrá rennr fyrst í landsuðr ofan að þing-
hólsrétt, og síðan i útsuðr. Upp með Gljúfrá að vestanverðu, nær
upp við Langavatnsdal, sem fyrr segir, heitir þinghóll, skamt upp
frá ánni; niðr frá hólnum er brekka mikil, og með ánni eyrar,
sem heita þinghólseyrar; hér er orðið víða blásið; þó sjást smá-
hrisrunnar sumstaðar. í vestr frá hólnum sést fyrir biið, enn mjög
óglögg orðin að hliðveggjunum; enn fyrir gaflhlöðunum sést; hefir
búð þessi verið all-löng, og ein sú stœrsta, sem hér er sjáanleg;
hún er milli 60 og 70 feta á lengd. Norðr undan þessari búð er
önnur búð', hún er sú eina, sem hér er glögg; er hún 56—7 fet á
lengd. Austnorðr undan þessum búðum hefir verið búð, og lík-
lega stór; verðr hún ekki mæld, því hún er mjög óglögg; ekki
verðr sagt með vissu, hvort hér hefir verið önnur búð hjá. í út-
norðr frá þessum búðum sýnist hafa verið búð, þó engin lögun sjá-
ist; fleiri búðir hafa hér getað verið, því víða, eru móar með nokkur-
um jarðvegi hér á holtunum.
fingið hefir verið á eyrunum nær ánni, og þingbrekkan þar
upp frá; einkanlega er nú ein eyri sléttust rétt undan brekkunni.
f>ar eru mest líkindi til, að þingið hafi verið. Úr ánni hefir grafið
sig farvegr með brekkunum, og hefir það líka spilt staðnum; þar
með brekkunum hafa og getað verið búðir, enn öll kennimerki
eru orðin hér fornleg. finghóllinn, sem kallaðr er, er upp á
brekkunni1; ofar á henni eru fleiri hólar minni, og einn með kletta-
klöpp. Upp með Gljúfrá að vestan liggr vegrinn, þegar að sunn-
an er komið; af þinghól eða brekkunni sést langt niðr með allri
Gljúfrá; staðnum er því rétt lýst í Egils s., og til ferða Egils hefr
hlotið að sjást, þegar hann reið upp með ánni og á þingið.
Enn fremr segir sagan bls. 221—2, sem enn er athugavert:
„£>orsteinn lét gjöra garð um þvera Grísatungu, milli Langavatns
ok Gljúfrár. Lét hann þar vera marga menn um vorit. Ok er
jporsteinn hafði litit yfir verk húskarla sinna, þá reið hann heim.
Ok er hann kom gegnt þingstöð, þá kom íri hlaupandi á móti
1) Vera má og, að brekkan, öll yfir höfuð, sé af sumum kölluð
þinghóll.