Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 4
4 korau allnærri landi, enn Grimr inn háleyski tók þá skipið til for- ráða. Síðan segir sagan, bls. 56: „Veðr gjörði hvasst, ok væta mikil ok þoka. Skildust þá skipin. Sigldu þeir Grimr inn háleyski inn eftir Borgarfirði, til þess er þraut sker öll; köstuðu þá akker- um, til þess er veðr lægði ok ljóst gjörði. pá. biðu þeir flœðar. Síðan fluttu þeir skipit upp í árós nökkurn. Sú er kölluð Gufá. Leiddu þeir skipit upp eptir ánni svá sem gekk; báru síðan farm af skipinu, ok bjuggust þar um hinn fyrsta vetr. þeir könnuðu landit með sæ, bæði upp ok út, ok er þeir höfðu skamt út farit, þá fundu þeir í vík einni, hvar upp var rekin kista Kveldúlfs. Fluttu þeir kistuna á nes þat, er þar varð, settu hana þar niðr ok hlóðu at grjóti“. Eins er þetta nær orðrétt í Hrappseyjarútg. bls. 45—6. — Landn. er og hér báðum þessum útg. samhljóða að efninu til, bls. 56—7. J>egar nú þessi grein er borin saman við rannsóknina, þá er það fyrst, að Gufuá hefir upptök sín úr dálitlu vatni norðr f Múl- unum, sem kallaðir eru, og rennr svo þvert suðr í Borgarfjörð inn- arlega, langt fyrir innan Kveldúlfshöfða; þeir hafa því siglt langt inn eftir firðinum, eins og sagan segir. Gufuá er litið vatnsfall í sjálfu sér, enn henni er þann veg farið að neðanverðu, að hún rennr í gegnum nær marflatt flœði-engi, alt frá Ölvaldsstöðum og niðr til sjáfar, sem mun vera meir enn fjórðungr mílu, enn á þessu svæði rennr áin í 18 bugum; hún er hyldjúp um flœði, og þó ekki allbreið hér ofan til. Hér var því einkar vel til fallið fyrir forn- menn að leiða skip upp eftir og setja hér upp. Ö lvaldsstaðir standa fyrir austan ána þar upp undir hólunum. Mér þykir líklegast, að þeir hafi haft skipsuppsátrið við Nethól svo kallaðan; hann er vestr undan bœnum; neðar gat það ekki hafa verið, því enginn hóll eða mishæð er neðar til; hingað má leiða hafskip um flœði, og einmitt hér á þessum stað eru skip nú vanalega sett upp enn í dag; úr því lengra kemr upp eftir, fara að koma grynningar, og varla tiltök, að fara lengra með hafskip. þ>etta hefir því verið kallaðr »Gufiiárós“, eða svo langt sem stórskip mátti leiða; slík dœmi þekki eg annarstaðar. Hér mun því Grímr inn háleyski hafa verið hinn fyrsta vetr, því það eru beinlínis orð Landn. og í báð- um útg., að þeir leiddu skipið upp eftir ánni „sem gekk“ eða „svá sem gekk“. Sama er að segja með Gufuskála, — það nafn er nú týnt —; það er sennilegast, að þeir hafi verið hér upp frá nálægt Ölvaldsstöðum. Hér var ólíkt byggilegra enn á láglendinu niðr við sjó, og nafnið mundi jafnvel haldast, ef þeir hefðu staðið niðr á Gufu- fit, og þar með ánni sjást heldr engin kennimerki til byggingar, enn ólíklegt, að þeir hefðu verið bygðir svo nálægt sjónum, að þeir væru með öllu afbrotnir, og það þegar skip mátti leiða svo langt upp eftir ánni. Oll þessi 3 örnefni eru kend við Ketil gufu;

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.