Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 5
5 því að hann var hér einn vetr, og ekki mun nokkur maðr hér, sem eins víða eru staðir við kendir og hann. Ketill kom út síð land- námstiðar og kom úr vestrviking; öll þessi örnefni eru við hann kend: Grufuskálar á Rosmhvalanesi, Gfufunes hjá Viðey, Gufuú, Gtufuskálar og (xufufit í Borgarfirði, sem þegar var talið, Grufu- skálar á Sncefellsnesi, Giufufjörðr, er gengr vestr úr Beiðafirði, og þar Giufudalr; hér staðnæmdir Ketill loksins, eftir að hann hafði fengið Yri, dóttur Geirmundar heljarskinns. Mörg örnefni fyrir Mýr- um eru og kend við þræla Ketils, Landn. bls. 132—4, og Egils s. bls. 192—3. Mikil sigling hefir verið af kaupmönnum í Gufuá í fornöld, og hér hafa menn líklega haft búðir, Gunnlaugs s. ormstungu bls. 22 og bls. 66, og hérfór Gunnlaugr utan; Kjartan Ólafsson fór og hér utan, Laxd. 162; Björn Hítdœlakappi fór og utan í Gufuá, saga hans bls. 4. Eg skal og geta þess, að neðan til í túninu á Olvaldsstöðum, þeim megin, sem að ánni snýr, eru 2 gamlar tótt- ir, sín hvorum meginn við traðirnar, og standast á; það lítr jafnvel út fyrir, að þetta hafi verið ein afarstór tótt, og sé skorin sundr í miðju af tröðunum, og víst sýnist það, að af enda neðri tóttarinnar hafi verið sneitt, þegar traðirnar voru gjörðar. þ>að væri ella und- arlegt, að bæði veggir og breidd tóttanna stœðist alveg á; hafi það verið ein tótt, hefir hún verið mjög stórkostleg. Með sjónum, beggja megin við Gufuá, er kölluð Gufufit, „Grllfufitjar“ í flt. það er slétt engi; um Gufufitjar deildu þeir jporsteinn Egilsson og Helgi á Hvítsstöðum og börðust; Helgi varð sár, enn góðgjarnir menn komu til og sættu þá. Keypti þor- steinn fitjarnar, og bœtti Helga áverkann, Fóstbrœðra s. bls. 43, sbr. og bls. 67. Hvítsstaðir er bœr út í Álftaneshreppi, skamt frá Langá, milli hennar og Urriðaár-, þessi bœr hét áðr „á Mel“, og stóð þá neðar í tungunni, Fbr. s. bls. 41; enn hér hef eg ekki komið. Kveldúlfshöfði er skamt fyrir innan Digranes, — um það skal síðar talað —; hann er hár klettahöfði með standbergi umhverfis, enn er lítill um sig, og verðr ekki komizt upp á hann nema að ofanverðu frá; þar er lágt haft eða hryggr fram á höfðann, enn grýtt hálendi er fyrir ofan. Inn með berginu fyrir utan höfðann gengr inn lítil sandvík; það hlýtr þá að vera þessi vík, sem sögu- ritararnir eiga við og kista Kveldúlfs kom á land; við leituðum vandlega upp á höfðanum, hvort ekki fyndust nein kennimerki af dysi, enn fundum engin; hefði það þó vel getað sézt, hefði það þar verið, því víðast er berg undir, og sumstaðar grunn möl ofan á. Nú segja báðar útg., að þeir fluttu kistuna „ánesþat, erþar varð“; enn nes er nokkuð annað enn höfði, enda ekki fullkomlega ákveð- ið, hvar það var. Enn Landn. segir, að þeir „báru kistuna

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.