Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 8
8 þá, sem þar hafa verið lagðir (sjá Egils sögu bls. 195), enn sem brotin var sundr annaðhvort af þyngd eðr mannavöldum, sem þó öllu heldr má ímynda sér, því á einni hlið haugsins var öðru visi lagt grjótið, og sumir steinar utar, sem ei sjálfkrafa gátu fremr þar enn annars staðar fallið út; má því ímynda sér, að í hauginn hafi verið farið, enda þótt sögur ekki geti um það. Undir þessari hellu var eitt steinalag fyrir ofan móhellu þá, er þar er undir áðrgreindri lægð; á téðu svæði er talsvert vatnsrensli, og víða sáust þar smá- steinar niðri, grœnir að lit, eins og þeir væri litaðir af eiri, einnig sást þar líkt gjalli, og má það víða finna ofanjarðar. þegar maðr stendr á miðjum haugnum við jafnsléttu, þarf nokkra hækkun til að sjá svo kallaða Borgar-borg, sem bœrinn stendr undir; af þessu gætu menn ímyndað sér, að haugrinn hafi verið svo hár, að af honum hafi mátt sjá fyrrnefnda borg; líka er það víst af fornsögum, að þar hafa menn helzt verið hauglagðir, hvaðan sjá mátti til heimkynna þess, sem heygðr var“. Að því er séð verðr af lýsingu þessari, sýnist sem hér hafi verið að minsta kosti tvö grafstœði, annað miklu neðar enn hitt ofar. þegar Böðvar drukknaði, segir að Egill „lagði Böðvar niðr hjá Skallagrímiu, bls. 195, og eins í Hrappseyj. útg. bls. 155. Eg skal tilfœra hér þann kafla um andlát Skallagríms, og með því að hér er fleira, sem er athugavert, enn sem er haugnum viðkomandi. Skallagrímr andaðist um nóttina, þegar hann kom heim, eftir að hann hafði fólgið féð, og sat dauðr „fram á stokki“ um morguninn, og var þá svo stirðr, að menn fengu hvorki rétt hann né hafið. þá var Egill að veturnáttaboði út á Álftanesi, lík- lega ekki -blóti, því hann var primsigndr.og Hrappseyjarútg. bls. 178 og hdr. nr. 34 segja, að hann blótaði aldrei. þá var sent eftir Agli sem skjótast, enn það er langr vegr; kom hann heim um kveldið; síðan segir bls. 139—40: „Ok þegar hann (Egill) hafði af baki stigit, gekk hann inn ok í skot, er var um eldahúsit, en dyr váru fram ór skotinu at setum innanverðum. Egill gekk fram í setit, ok tók í herðar Skallagrími, ok kneikti hann aftr á bak, ok lagði hann niðr í setit, ok veitti honum þá nábjargir. |>á bað Egill taka graftól ok brjóta vegginn fyrir sunnan. En er þat var gjört, þá tók Egill undir höfðahlut Skallagrími, en aðrir tóku fótahlutinn. Báru þeir hann um þvert húsit, ok svá út í gegnum vegginn þar er áðr var brotinn'. Báru þeir hann þá í hriðinni ofan i Naustanes. 1) þessi aðferð hefir mörgum þótt undarleg, og ekki vel vitað, hvaða þýðingu átti að hafa. Alveg sama dœmið er og í Eyrbyggju, bls. 60, með þórólf bœgifót; hann kom heim um kveldið og var í þungu skapi, mælti við engan mann, enn settist i öndvegi sitt og mataðist ekki um kveldið; sat hann þar eftir, er menn fóru að sofa. »Bn um morguninn,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.