Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Qupperneq 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Qupperneq 22
22 er lýsti ok menn klœddust, þá sat Skallagrímr fram á stokk ok var þá andaðr“. Hvað staðnum viðvíkr, er Skallagrímr fól féð, þá talar ritari sögunnar fremr hér um annara ætlan; hann svona trúir því og trúir ekki, sem maðr segir; það er nokkuð annað að segja, að menn hafi það fiyrir satt, eða að segja sjálfr undantekningarlaust. þ>etta er og auðvitað; enginn gat sagt með vissu, hvar Skallagrímr fól féð; engum sagði hann það, og enginn sá það; enn hitt hafa menn getað vitað, að féð var horfið eða kisturnar; það eru heldr engin tvímæli á því hjá söguritaranum, að Skallagrímr fól féð ein- hvers staðar, enn hvar, er honum ekki full-ljóst. þ*etta grjót, sem í pyttinum er, mun og virðast heldr stórt f)rrir gamlan mann, enda orðinn hruman, til að bera það langt ofan úr holtum í svartnættis- myrkri og jafnvel „hríð“, því þannig var um kveldið eftir þegar Egill kom heim. Frá Borg og inn að Krumskeldu er og nokkuð langr vegr; menn hafa sagt mér, að í Borgarlandi nær megi finna pytti eða holur, sem ekki séu siðr til fallnar enn þessi svo kallaði Skallagrfmspyttr. Ekki hefir þurft stóra holu fyrir fé þetta, því kista þessi og ketill hefir ekki getað verið stórt ummáls, þar sem Skallagrímr gat reitt hvorutveggja, og hestr borið allt saman. Að öðru leyti skal eg láta þetta liggja á milli hluta; því að ekki verðr sagt með vissu, hvar Skallagrímr hefir fólgið fé sitt1. Síðan fór eg inn að Gufá og Olvaldsstöðum, og athugaði það svæði, sjá hér að framan um Gufá. Krumsliólar eru nefndir með- 1) Jón Ólafsson frá Grunnavík segir frá því (Additam. 44 fol. 5. Afbandl.), að tilraun var gjörð um 1725, að ná fénu úr Krumskeldu, enn tókst ekki. I Antikv. Indberetn. 1817 er talað um þrjár tilraunir, sem gjörðar hafa verið, til að hefja upp féð. Bin var í katólskri tíð, og náðist kistuhringrinn, sem nú er í Hvanneyrarkirkjuhurð; önnur var 1772 eða 73, enn þá sýndist þeim eldr mikill brenna, svo að þeir máttu til að hætta; þriðja var um 1811, enn þá vantaði þrek, svo 'ekki náðu þeir fénu, sjá Kálund I. bls. 375, neðan máls. þar að auki var fjórða tilraunin gjörð til að ná fé þessu í Krums- keldu. I Espólíns Árb. er skýrsla um það 1823; þá var grafið djúpt og breitt, og þarf eg ekki að lýsa því fremr; því ekkert fanst, nema að sögn lítill koparhringr, nær 2 þuml. í þvermál. Espólín segir og, að sama sinn grófu menn á tveim stöðum upp í Borgarfirði, enn fundu ekkert, því það var eftir munnmælum tómum, enn í Yatnshoms landi í Skorradal, þar í melarúst, fanst eitthvað af sverðshjöltum, að þeir á- litu, sem var úr »látúnsblendingi«. Skorradalr er kendr við Skorra, leys- ingja Ketils gufu, og þar var hann drepinn, sjá Landn. bls. 58. Fyrir utan Yatnshorn eru þrír hólar, sem heita Skorrhólar. Hvað viðvíkr kirkjuhurðarhringnum á Hvg,nneyri, þá get eg sagt sem dœmi upp á slíkar sagnir, að hér á Forngripasafninu eru undir 20 þess konar hring- ir, og marga hefi eg séð þar fyrir utan, enn enginn þeirra hringa er úr þess konar kistum, jafnvel þó þær sagnir hafi fylgt sumum; allir eru þeir miklu yngri, og smíðaðir upprunalega sem hurðarhringir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.