Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Qupperneq 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Qupperneq 23
23 al annara bœja bls. 57; sá bœr er nú löngu í eyði, enn merki sjást til hans, að mér var sagt, þar upp hjá hólunum í Ölvaldsstaða landi; um þá aðra bœi, er sagan nefnir, og enn eru til og kunnir eru, þarf eg ekki að tala, með því þeir ekki við koma neinum sérstökum sögunnar viðburði. — Síðan fór eg inn að Ferjubakka seint um kveldið, og var þar um nóttina. þ>að er auðséð á skrá Tanna og Hallfríðar, um 1100, til sælu- bús á Bakka í Borgarfirði, þ. e. Ferjubakka, að hér á landi hafa líklega verið i fornöld almenn gistingahús, sjá íslenzkt Fornbréfa- safn I. bls. 167, sbr. og Máldagabréf um 1120, bls. 172. Ferjubakki var og bœrinn siðar nefndr, af því að þeir, sem hér bjuggu, skyldu annast um að ferja menn yfir Hvitá. Mánudaginn, 22. sept., fór eg inn að Hvítárvöllum. Um það er svo víða talað, að á Hvítárvöllum var mikil kaupstefna í fornöld, og mikil sigling upp í Hvítá af kaupskipum; menn hafa haft hér fastar búðir á sumrum, meðan kaupstefnan stóð yfir, og það jafn- vel úr öðrum héruðum; þeir Kjartan Ólafsson og Kálfr Ásgeirsson höfðu t. d. kaupstefnubúð á Hvítárvöllum; þar segir, að þeir gengu „heim til búðanna“; þeir dvöldust þar og lengi áðr þeir riðu heim til héraða, Laxd. bls. 190—192. Hvítárvellir standa á syðri bakka Hvítár, svo sem meðal- bœjarleið upp frá fjarðarbotninum, og skamt frá ferjustaðnum, sem er neðsta lögferja á Hvítá. Niðr við ána við ferjustaðinn er klöpp ein, sem kölluð er Ferjuklöpp; beint frá henni og í stefnu á Hvít- árvelli stendr hin neðsta kaupstefnutótt-, hún er 39 fet á lengd; of- an á tóttinni stendr nú íshúsið, sem kallað er, enn sem nú er haft fyrir geymsluhús; fjórum föðmum norðar er önnur tótt fer- skeytt, um 10 fet á hvern veg; í henni hefir Andrés Fjeldsteð fundið hlóð og viðarösku, og nokkuð af beinum, þar á meðal nauts- bein1; þessi litla tótt hefir því verið eldahús við stóru tóttina, sem sýnir, að hún mun vera ein af þess konar búðum. Nokkuru ofar er klettahöfði, sem nú er kallaðr Norðrkot, eftir koti einu, sem þar var bygt; það er nú löngu í eyði; enn menn vita með vissu, að höfði þessi hét áðr Búðarhöfði; þar að auki segir Árni Magnússon, að eyðihjáleigan Norðrkot sé sama sem áðr var kallaðr Norðrhöfði, sjá Johnsens Jarðatal, bls. 114. Búðarhöfði er að sunnan og vestan grasi vaxinn; neðan til, þar sem höfðinn fer að lækka, stendr mikil tóti og gömul; snýr gaflinn að ánni; í þeim enda hennar er afhús og dyr á millumveggnum; öll tóttin er vel 60 fet á lengd, að því 1) Kálund segir I. bls. 302, að þetta séu þær einu leifar, sem hér sjáist af gömlum búðatóttum (»den eneste formodede levning«); hann segir og, að stóra tóttin sé 5 faðmar á lengd utanmáls, eða 30 fet; enn hún er 39 fet, sem að ofan er sagt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.