Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 25
25 I. bls. 239 segir hér mjög nákvæmlega frá, þegar Arnór Tumason handtók Guðmund biskup Arason á Hólum, og flutti hann nauðug- an alla þá löngu leið suðr að Hvítá, og ætlaði að reka hann þar utan; biskup var þar lengi um sumarið, þangað til að Eyólfr Kárs- son úr Flatey á Breiðafirði frelsaði hann. þ>á segir: „Hann (Skúma inn litli) var á Hvítárvöllum um sumarit, ok hljóp þangat sem hann var sendr; var hann lengstum í búð Norðlendinga, þar sem biskup var. |>ær vóru fyrir vestan Hvítá undir f jóðólfs-Iiolti, þar sem nú eru húsa-kotin, (hdr. B. neðan máls hefir: „far sem nú er húsabœrinn11); vóru dyrr á miðri búð ok horfðu at holtinu; var biskup í þann arm búðarinnar, er vissi at ánni; ok stóð húðfatið við gaflinn; ok vissi höfðafjölin ofan til Ferjubakka". Al- veg er þetta eins í eldri útg. af Sturl. I. bls. 50, og þrjú hdr. neð- anm. hafa: „húsabœrinn“, sbr. og Guðmundar s. elztu í Biskupa s. I. bls. 508—509. Enn fremr segir á sömu bls.: „Eyólfr spretti tjaldskör- um at höfði biskupi, ok tók af húðir, er tjaldat var með bæði utan ok innan. Hann tók biskup í fang sér, ok bar 1 brott frá búð- inni; ok fœrðu þar í klœði þau, er þeir höfðu haft i mót honum“. fetta var um nóttina í foraðs-veðri og krapadrífu, enn Skúma lagð- ist í húðfatið biskups; síðan riðu þeir á stað með biskup, og út á Mýrar. Eyólfr Kársson var eitt hið mesta afarmenni, sem Sturl. talar um; hann var í Grímsey með Guðmundi biskupi, og féll þar við drengilega vörn. Nú skal eg bera þetta saman við, hvernig hér til hagar. þjóðólfsholt heitir enn hæð ákaflega löng og há, rétt á móti Hvít- árvöllum fyrir vestan ána, og er langt klettaberg þeim megin, sem að ánni veit; þar er ferjustaðrinn undir neðan til. Skamt frá brekkunni fyrir neðan holtið stendr Ferjukot. Árni Magnússon segir, að Ferjukot sé ekki nema nokkur hundruð ára gamalt; enn það er ljóst af því, sem áðr er sagt, að einhver bœr eða kot hefir verið komið þar, þegar Sturl. var rituð; mávera, að það hafi lagzt niðr aftr; Ferjukot er bygt úr heimalandi á Ferjubakka, og eru þar óskipt lönd; Á. M. kallar það ’/s úr landinu. Hér hefir sjálf- sagt ætíð verið ferjustaðrinn, og bóndinn á Ferjubakka, þar sem var almennr gistingastaðr, hefir haft hér menn til að ferja; neðar gat ferja fyrir langferðamenn ekki hafa verið, eða þá sem ætluðu þar suðr, því þá hlaut vegrinn að hafa legið bæði yfir Hvítárvalla- og Hvanneyrar-engjarnar, sem er bæði ilt að fara fyrir ókunnuga, enda sjást það engin vegsummerki; við kaupstefnustaðinn hlaut og aðalferjustaðrinn að vera. Eg leitaði í túninu á Ferjukoti, og upp ,i brekkunni, enn fann þar enga tótt, sem eg gettalið að hefðiverið gömul búð. f>að er og auðsætt, að sú búð, sem Sturl. talar um, hefir verið tjaldbúð, þar sem Eyólfr spretti tjaldskörum, og tók 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.