Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 26
2Ó biskup þar út, svo enginn vissi, og tjaldað var húðum bæði utan og innan. Egils s. segir bls. 77: „Knattleikar vóru þá tíðir. Var þar í sveit gott til sterkra manna, enn þó hafði enginn afl við Skallagrím. . . . Knattleikr var lagðr á Hvítárvöllum all-Qölmennr á öndverð- um vetri. Sóttu menn þar til víða um hérað". þ*essi knattleikr hefir þvi verið stórkostlegr; fornmenn hér á landi tíðkuðu þá all- mjög; þeir hafa haft þá til líkamaœfingar; þeir unnu og mjög samkomum og mannamótum, sjá meðal annars Heiðarvíga s. bls. 326. Niðr frá Hvítárvöllum er sléttlendi mikið, sem Andrés sagði mér að yrði alt hála-svell á vetrum, svo að jafntvel mætti fara á skautum alt út að Hvanneyri; hér hefir því þessi knattleikr verið, og var það vel til fallið. Á Hvítárvöllum er fallegt og stórmann- legt1; hefir hér verið skemtilegr kaupstefnustaðr. þriðjudaginn, 23. sept., gjörði eg fyrst dagbók mína, fór síð- an á stað frá Hvítárvöllum og upp með Hvítá, fyrst upp á Laxa- fit. 1 sambandi við þann viðburð, sem hér gjörðist, stendr knatt- leikrinn á Hvítárvöllum. f>ar var komið margt smásveina; gjörðu þeir sér annan leik; Egill Skallagrímsson hlaut að leika við Grím, son Heggs á Heggstöðum; Egill var yngri og ústerkari, enn Grimr gjörði allan þann mun er hann mátti; þá reiddist Egill, enn Grímr lék hann þá heldr illa, enn eftir leikinn rak Egill skeggexi í höfuð Grími, svo í heila stóð; hlupu þá Mýramenn til vápna og svo hvorutveggja. Oleifr halti frá Varmalœk hljóp til þeirra Mýramanna; vóru þeir þá miklu Qölmennari, ok skildust að því, bls. 78. „þ>aðan af hófust deildir með þeim Óleifi og Hegg. jpeir börðust á Laxafit við Grímsá. þ>ar féllu sjau menn, en Heggr varð sárr til úlífis ok Kvígr féll bróðir hans“. Laxafit heitir enn upp með Grímsá að sunnanverðu, nær suðr frá þingnesi; hún er sléttar eyrar með ánni, vaxnar töðugresi; nær á miðri fitinni, lítinn kipp frá ánni, er tótt, nær kringlótt eða lítið aflöng, og dyr suðr úr; tóttin er um 7 faðma í þvermál; hún líkist mjög þeim gömlu stakkgörðum, sem eg hefi séð annarsstaðar. Litlu ofar og nær Mýrunum er önnur upphækkun komin i þýfi; sést engin lögun; hún er um 6—7 faðma í þvermál. Menn hafa getið þess til, að önnurhvor þessara upphækkana væru dys þeirra manna, sem féllu á Laxafit; má og vera að svo sé; eg ætlaði að prófa þetta, þegar eg hefði aflokið því, er þurfti hér efra; enn þá hrepti eg vont veðr, svo eg gat það ekki. Heggstaðir eru i suðr frá Laxafit, þar fyrir sunnan mýrarnar svo sem stutta bœjar- leið; bœrinn stendr vestan undir hæð, sem kölluð er Heggstaðahollt. 1) þar er nú komið steinhús, og mikil önnur bygging.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.