Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 34
34 frá 1570—1605. það verðr með vissu séð, af því sem þeir segja, Jón Espólín og Árni Magnússon, að jarðbrúin hefir farið af Hvítá einhvern tima á tímabilinu frá 1600 til 1685, enn líklega heldr fyrr enn síðar á þeim tíma. Árni Magnússon gat einkanlega vitað um jarðbrúna, því hann er svo gamall; Árni er fœddr að Kvenna- brekku í Dölum 1663, fór í Skálholtsskóla 1680, fór utan fyrst 1683, kom út aftr kynnisferð 1685, og var um vetrinn í Hvammi vestra, fór þá utan aftr, og kom síðan hingað út 1702, og var hér 10 ár, öðru hvoru, og þá var eiginlega hans rannsóknartími. Síð- an fór Árni utan alfarinn 1712, og andaðist 17301. Eg verð og að geta þess, að Kálund hefir þó nokkuð aðra skoðun um rennsli Hvítár, I, bls. 304, enn hann hefir þá ef til vill ekki verið búinn að finna þetta, sem Árni Magnússon segir á þess- um stað, því hann heldr, að nokkuð af Hvftá hafi ált af runnið út í J>verá, og þar við sé bundið Eyjarnafnið; enn réttnefni var, að kalla Ey, þó þetta mjóa haft væri á svo stóru svæði, sem er land heillar jarðar; það er og ljóst, að jarðbrú gat með engu móti hafa við haldizt á Hvítá frá alda-öðli; hún gat einungis verið við lýði, meðan áin var að brjóta sig að fullu hér í gegn um. J>að var ekki eðlilegt, að láta það land liggja undir Vestrland, sem lá bæði fyrir sunnan þverá, og innan í miðri Hvítá. Enn fremr er það, að til þess að Stafholtsey gæti með réttu legið undir Vestrlandið, þá 1) þar að auki eru þessar munnmælasögur um brúna, og skal eg setja þær hér til uppfyllingar. Jón Pétursson, forstjóri í yfirdóminum, hefir sagt mér, að Jón sýslumaðr á Melum í Hrútafirði hafi sagt sér það, að þegar hann var ungr og var að fara suðr til lærdóms, þá hafi hann heyrt gamla menn segja, að jarðbrú hafi verið á Hvítá hjá Staf- holtsey. Jón kammerráð er fœddr 1787; hann lærði hjá síra Bjama Arngrímssyni á Melum í Melasveit. Andrés Fjeldsteð á Hvítárvöllum hefir sagt mér þannig: »Guðrún þórðardóttir, kona Símonar, sem lengi bjó á Kvígstöðum, hún sagðist hafa heyrt í ungdœmi sínu föður sinn oft tala um Faxbrúna, enn ekki segist hún muna, hvað mörg ár hann hafi sagt að hún hafi verið farin; enn hitt segist hún muna rétt, að faðir sinn hafi sagt, að fólk hafi síð- asta árið verið hálf-hrætt að fara brúna. Guðrún er fœdd og upp alin í Stafholtsey, og faðir hennar hafði búið þar langa tíð«. Eftir Halldóri Daníelssyni: »Faðir minn, Danlel á Fróðastöðum, sem er fœddr 1802, segist hafa heyrt, að Jón Jónsson, sem var prestr í Stafholti frá 1707—1739, hafi látið stinga af jarðbrúna á Hvítá, á Föx- unum, því hún hafi verið orðin háskaleg yfirferðar«. Hafi brú þessi ver- ið stungin af þá, getr ekki það hafa látið gjöra þessi síra Jón í Stafholti, því brúin var þá löngu af, sem að ofan er sagt, enn það kynni heldr að hafa verið síra Jón Egilsson, sem lét stinga af brúna; hann fékk brauð- ið 1571, og með því hann hafi þá verið prestr í Stafholti fram yfir 1600, enn það sést ekki, sjá síra Sveins Níelssonar Prestatal og prófasta, bls. 92. Fleiri sögur hefi eg heyrt; enn þetta nœgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.