Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Page 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Page 42
42 sveitin 511 eða hrepprinn kallað því nafni; þetta er því rétt í sög- unni. A milli Hvítárvalla og Hvanneyrar eru 2 bœir, enn stutt á milli. Á Hvanneyri fékk eg 2 bollasteina, sem eru einkennilegir að því leyti, að þeir eru svo litlir, og er annar þeirra einkanlega vel höggvinn; hann er hnöttóttr, þó nokkuð flatr að neðan, svo hann getr vel staðið; steinninn er 5þuml. í þvermál; umhverfis utan eru höggnir 4 fletir, og bil á milli; bollinn, sem höggvinn er ofan í steininn, er vel gjörðr, og sléttr innan; hann er að lögun og stœrð sem meðal-kaffibolli; steinninn sýnist vera úr blágrýti, enn þó lítið eitt eygðr; hann er sjáanlega valinn að löguninni til. Hinn steinninn er líkr að lögun; hann er hraungrýtiskendr, óhöggvinn utan, hefir ekki verið eins vel kringlóttr; hann er nokkuð minni, 4*/2 þuml. í þvermál, bollinn þó kringlóttr, hann er nokkuð minni enn hinn, grynnri, og nokkuð flatr í botninn. Fyrir sunnan bœinn á Hvanneyri í túninu er kot, sem heitir Tungutún, og er lœkr á milli; þar fundust steinar þessir niðri í jörðu, svo álnum skifti, þeg- ar þar var grafinn kjallari; þar fundust hleðslur og allmikið af grjóti, og aska; um þetta fæ eg skýrslu síðar. J>að er tilgáta, að steinar þessir kynnu að vera hlautbollar úr hofi; gæti og verið, hvað stœrð og lögun við kemr. þ>að er líklegt, að Grimr háleyski hafi haft hof á bœ sínum, þó þess sé ekki getið; hann var mikilhœfr maðr, og Hvanneyri hefir lengi verið mikil jörð; enn ekkert verðr með vissu sagt um slíka steina, fyrr enn ef þeir kynnu að finnast í hof- tótt. — Síðan hélt eg áfram út með Borgarfirði. Sunnantil út með firðinum undir fjallinu, y?.t í Andakilshreppi, er Skeljahrclílía; þar bjó Jöðurr, er vó Hávar, föður þ>orgeirst Fóstbrœðra s. bls. 7. Bœirnir eru tveir, Ylri- og Innri-Skeljabrekka. Utar með firðinum gengr fram Seleyri, nær þvi á móti Digranesi; hún er og nefnd í Fóstbrœðra s. bls. 28—42; á fyrra staðnum er hún kölluð Seljaeyri; J>orgeir lagði þangað skipi sínu, þegar hann var búinn til hafs, og beið þar byrjar; hann sýnist hafa verið því vanr, þvi J>orgeir fór fyrst utan á skipi, sem stóð uppi í Norðrá í Flóa. bls. 25, og „jafnan kom hann skipi sínu í Borgarfjörð ok héldu því í Flóa i Norðrá, ok settu þar upp á vetrurn, fyrir vestan ána, þar sem nú er kallat þorgeirshróý\ þat er suðr frá holti þvi, er Smiðjuholt heitir“. Hér segir og, að forgeir hafi 7 sinnum búið skip sitt af íslandi; enn það er réttara, sem pormóðr segir í vís- unni: „Sex lét sævar faxa“, o. s. frv. bls. 29; enn vera má, að söguritarinn telji með, þegar porgeir bjó skip í síðasta sinni, norðr á Melrakkasléttu, enn Illugi Arason á Reykhólum átti það. Flói hefir líklega heitið í gamla dag'a láglendið neðst millum Hvítár og Norðrár; Flóðatangi heitir og einn af neðstu bœjunum þar, sem sumir kalla Flóatanga. Hvítá og N'orðrá voru einkar vel lagaðar fyrir fornmenn til að flytja upp eftir skip sín; enn í dag má fara

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.