Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 43
43 um flœði á hlöðnum teinæringum alt upp af Stafholti, og eg held jafnvel lengra uppeftir megi fara á smærri skipum. Annað hand- rit sögunnar, sem prentað er, segir, bls. 63, að Jmrgeir hafi eitt sumar komið skipi sínu í Hvítá og haldið því upp í Gljúfrá; vera má, að J>orgeir hafi einhvern tíma farið upp í Gljúfrá, því þangað má líka fara með skip, sé hér ekki „Gljúfrá“ misritað fyrir „Norðr- á“. Enginn held eg viti nú, hvar þorgeirshróf hefir verið, og uafnið Smiðjuhóll mun og vera týnt; enginn, sem eg hefi spurt, hefir getað sagt mér um þetta. Eg fór út að Höfn um kveldið, og var þar um nóttina; var kafald og dimmviðri. Sunnudaginn 28. sept. fór eg fyrst út að Melum og var þar mikinn hluta dags, því þangað hafði eg sérstakt erindi, viðvíkjandi gömlum hlutum; en fór um kveldið inn að Leirá og var þar um nóttina. Landn. bls. 53: „Hafnar-Ormr nam lönd um Melahverfi út til Orriðaár ok Laxár, ok inn til Andakílsár, ok bjó i Höfn“. Laxá rennr á milli Miðfells og Melkots, sem er næsti bcer skamt fyrir austan Leirá; hún er og nefnd á sömu bls. Orriðaá er nokkuru sunnar, og rennr ofan í vogana. Ormr hefit því numið land inn með Borgarfirði að sunnan, á móts við Grím háleyska. Landn. segir bls. 54 neðan máls: „Hafnar-Ormr er þar heygðr í höfðanum fram frá bœnum í Höfn, sem hann tók land fyrst; var þar þá skipalægi“. Fyrir innan Höfn er Hafnarskógr; hann er nú orðinn mjög blásinn. Járnmeishöfði heitir enn í dag skamt fyrir sunnan Höfn; hann er dálítill klettahöfði, sem gengr fram í sjóinn; þar fyrir utan er vogr, sem heitir Belgsholts- eða Narfa- staffa-vogr. þ>essi höfði er kendr við skip þangbrands, sem hann kallaði Járnmeis; það tók út um vetrinn eftir að hann hafði orðið aftrreka þar vestra og brotnaði, enn kom að landi aftr; þ>angbrandr lét þá bœta skipið aftr og gaf því þá þettanafn; „hann sigldi suðr um fjörð til Hafnar, ok lagði inn á voginn ok lá þar til hafs; þar heitir Járnmeishöfði millum Hafnar ok BelgsholtsLÍ, Kristni s. bls. 16. Hávarrsstaðir eru í austr landnorðr frá Leirá allskamt, ekki bœjarleið. Hér bjó Hávarr, faðir J>orgeirs, eftir að hann kom vestan úr Isafirði; sagan segir bls. 6, að „hann bygði þar sem nú heita HávarstóttirLL. Vera má, að bœrinn hafi verið í eyði þann tíma, er sagan var rituð, enn hafi svo verið bygðr aftr. Lítinn kipp niðr frá Hávarsstöðum er upphækkuð móarúst með stórum þúfum, sem kölluð er Haugr; þetta á að vera haugr Hávars. Víg Hávars bar þannig að, að Jöðurr á Skeljabrekku fór út á Akranes 6*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.