Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 48
48 standa í sambandi við þá stórkostlegu mannfækkun, sem hér hefir orðið frá því í fornöld. Blaðsíðu 120. Páll Vídalín segir, Fornyrði bls. 43: „Til er laugin í Reykholti með bekkjum fornaldarmanna og vindauga því, er útrás vatnsins af lauginni skamtar. Er allt þetta meðalmönn- um vorrar aldar svo hæfilegt, sem það hefði fyrir þá gjört verið“. þ>etta sj'nir, að á dögum Páls hefir laugin verið álitin fornmanna- verk, og að hann veit ekki til, að henni hafi verið umbreytt á sið- ari tímum eða gjört við hana, því hann myndi þá geta þess. Blaðsíðu 130. Vegna þess, að eg hefi jafnvel heyrt þá mein- ingu sumra, að Hallvarðsst-aðir, er sagan nefnir, kynnu að hafa verið rústir þær, sem eru á svo kölluðum GilfLötum fyrir sunnan Hvítá, nær á móti Fróðastöðum, þá, til að taka af þau tvímæli, skal eg setja hér orðrétt úr iarðabók Árna Magnússonar, með því hún er í handriti sem kunnugt er: „Hallvardstader, ödru nafne Sudda, er fornt eideból í Skáneyjar lande, og brúkad um langvar- ande aldur fyrer selstödu frá heimajördinne. Á þeirre selstödu var byle gjört hier um fyrer 50 árum. Var þad stundum byggt en stundum í audn, en til þess ad fyrer XII árum eidelagdest til fulls. Landskuld var XL al. og tók landsdrotten so ad heimabændur höfdu sömu koste. Leigukúgillde voru II og guldust leigur til landsdrottens. þ>reingde þetta byle svo mjög ad heimajördinne, ad þad lakade alla hennar kostu, og ei má hier aptur byggja nema henne til fordjörfunar“. f>að er aðgætandi, að njósnafmenn Barða fóru ekki beinlínis heim á Hallvarðsstaði til að sjá á Gullteig, heldr einungis til ólikinda, og gerðu sér til erindis að spyrja að hestunum; þeir gátu hafa áðr farið iengra niðr með ánni, með því að þeir hafi þóttst sjá þaðan glöggar á teiginn. Blaðsíðu 133. Úr bréfi frá síra Hirti Jónssyni á Gilsbakka til Steingríms biskups dags. 22. sept. 1843: „Hér í sókninni dó Einar gamli J>órólfsson, fyrrum í Kalmannstungu .... Upp úr gröf hans komu 10 manna bein, sem sjáanlega höfðu fallið fyr- ir vopnum; beinin höfðu furðanlega conserverast; þar sáust högg á leggjum, enn þó mest á höfuðkúpunum; fleiri voru höggin smá, og fá inn úr kúpunum, einasta ein var klofin. Hvenær féllu þessir menn? Gamalt fólk talar hér um Sturlungareit, eins og mig minn- ir er í Reykholti. Varla getr það verið frá eiðarvígum, enn nærri lætr þó um töluna“. Utan á bréfiðþvert yfir kveðjuna hefir Steingrímr biskup skrifað: „Afgjört mannsbeinin síðan Heiðarvígin“. Eftir vottorði síra Magnúsar prófasts Andrjesson á Gilsbakka, samkvæmt kirkjubókinni þar, andaðist Einar þ>órólfsson árið 1843, 23. júlí, enn er grafinn 31. s. m. Hann er og jarðaðr á Gilsbakka, og þar fundust beinin, en ekki í Síðumúla, sem er ritvilla.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.