Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 76
y6
dórseyjar. Enn þetta stríðir á móti því, sem sá sami prestr, sem
líklega hefir átt hlut 1 að semja þessar sóknalýsingar, segir síðar;
Safn til s. ísl. II. bls. 577, að Sköfnungsey sé i Öxneyjarlöndum,
og haldi því nafni enn í dag; þetta er því á reiki; eg hefi talað
við kunnuga menn þar, og hefir enginn getað sagt mér um Sköfn-
ungsey. í Safni til s. ísl. II. bls. 300 segir1, að Sköfnungsey sé
fyrir utan Stafey, og sé nú kölluð Sköfnungssker\ þettagetr ogvel
verið samkvœmt því sem stafina rak, og einhversstaðar hlýtr Sköfn-
ungsey að vera.
Eg hefi þá lýst þeim helztu sögustöðum í Laxd., enn mörg
eru fleiri örnefni sem eg nenni ekki að vera að eltast við á sundr-
ungu, enn þau standa flest eða öll heima við söguna, þar sem nöfn-
in haldast enn í dag. Eg skal engum lofsorðum Ijúka á Laxd.; enn
það sem eg hefi sjálfr reynt skal eg segja: að engin af þeim 15
sögum, er eg hefi meira eða minna rannsakað, taka henni fram
hvað staðarlegum lýsingum við kemr.
1) Árni Ó. Thorlacius í Stykkishólmi, fyrrverandi umboðsmaðr.