Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 1
Sýsla. Sýslumaður.
Orðið sýsla merkir verk, vinnu, athöfn, sem maður hefur á hendi,
innir af hendi, annaðhvort fyrir sjálfan sig eða annan. »Heldu á sýslu«
er í Rígsþulu (17. v.) sagt um Afa og Ömmu; það er húsiðn, sem þar
er átt við. Sýsla var (og er) haft um verk, sem maður hefur á hendi
fyrir annan mann, einkum um störf, sem innt voru af hendi fyrir land-
stjóra, konung. Snemma var talað um »konungssýslu«, »konungssýslu
á fjalli« (innheimta skatta), »sýslu á Hálogalandi« o. s. frv. Skattarnir
voru sakeyrir, leiðangr, landskyld o. s. frv. í Noregi var það snemma
nauðsynlegt að láta menn hafa þessa sýslu á hendi, og voru þeir
nefndir sýslumenn, sem til þessa voru valdir. Af því að menn höfðu
þess konar sýslu í ákveðnum landshlutum, færðist nafnið yfir á þessa
landshluta, og var það ekki nema eðlilegt. Snemma var Danmörk
skipt í »sýslur«.
Orðið sjálft er samnorrænt, en er ekki til í skyldum málum nor-
rænunni; rótin í því er sús- eða ef til vill suhs-, en hin eiginlega
merking hennar er ókunn.
í Noregi telja sagnfræðingar, t. d. Edv. Bull (Det norske folks
liv og historie II., 229), að sýslumenn hafi orðið reglubundnir
embættismenn á dögum Sverris konungs, eða á síðara hluta 12. ald-
ar. Störf þeirra voru lögregluverk, og þeir höfðu refsivald, þeir skyldu
heimta konungsskyldir (tekjur), skipa þingum, vera verndarar alþýð-
unnar móti rangindum annara; þeir voru »handgengnir menn«.
Á íslandi voru engir þvílíkir sýslumenn fyrr en eftir að það
gekk undir Noregs konung; það var auðvitaður hlutur, að þá hlaut
konungur að hafa samskonar »sýslumenn« þar, en þeir stóðu undir
lögmönnunum.
Á þjóðveldistímanum var landinu skipt í þing, 13 alls eftir að
Norðlendingar heimtuðu 4 í sínum fjórðungi. — í Jónsbók urðu þó
þingin einu færri, alls 12, og hétu: Múlaþing »norðan og sunnan
Öxarheiði«, Skaftafellsþing »austan og vestan Lómagnúpssand«,
Rangárþing, Árnessþing, Kjalarnessþing, Þverárþing »sunnan og vestan
1