Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 6
6
geta verið. Þau fáu nöfn við ártöl, sem eldri eru, eru næsta grun-
samleg og stafa víst frá skrifurum síðari tíma; svo er 1504 við
Rangársýsla, og líklegast 1521 samastaðar; 1459 við Árnessýsla, sjá at-
hugasemdina þar; 1496 sst. þarf eiginlega ekki að telja með, því að
þar stendur: »í sýslu Árnesi, sýslu Árnes«, þ. e. Árnes(i) er skýring
á »sýslu«, 1489 við ísafjarðarsýsla er í hdr. frá því um f620, en auð-
vitað geta stöku nöfn verið svo gömul. Líklegast er þó, að »sýslu«-
nöfnin stafi frá siðari skrifurum.
Til er sýslnatal, skrifað af dönskum manni, i Árnasafni 459, fol.
Nöfnin eru hér afbökuð, en ekki er neinn vafi um neitt af þeim. Þau
skulu hér talin í sömu röð og í hdr., en leiðrétt:
Snæfellsnessýsla.
ísafjarðarsýsla.
Barðastrandarsýsla.
Dalasýsla.
Strandasýsla.
Mýrasýsla.
Borgarfjarðarsýsla.
Kjósarsýsla (sbr. Kiesse-).
Húnavatnssýsla.
Skagafjarðarsýsla.
Eyjafjarðarsýsla.
Norðursýsla.
Austfjarðasýsla.1)
Síðusýsla.x).
Rangárvallasýsla.
Árnessýsla.
Gullbringusýsla.
Það eru 17 sýslur alls; Hnappadalssýslu og Vestmannaeyjasýslu
vantar; en Vestmannaeyjar urðu ekki sérstök sýsla fyrr en 1609
(sbr. 1633). 1565 er Hnappadalssýsla partur af Snæfellsnessýslu
(Lovsaml. for Isl., I., 91), og var það til 1615. Frá því var hún sér-
stök sýsla, en árið 1787 var hún sameinuð Mýrasýslu og stóð svo
til 1871; þá var hún aftur sameinuð Snæfellsnessýslu, og það er
hún enn.
Eftirtektavert er, að í skránni eru nöfnin Norðursýsla, Austfjarða-
sýsla og Síðusýsla. Þau hafa haldizt þetta fram eftir.
Khöfn, i október 1933.
Finnur Jónsson.
1) Sbr. og Isl. Lovsaml. I„ 76 (1558).