Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 9
9
efar, að þar er bæði Víkingslækur og Svínhagi (sbr. kap. 16 og 17).
í Landnámu er Flosi talinn síðastur á Rangárvöllum eystri í land-
námi Ketils hængs. Átti einkarvel við að enda á honum, hafi hann
búið efst á Rangárvöllum eystri, t. d. í Næfurholti, eða Stóraskógí
undir Selshrauni nyrðra (Árb. 1898), og byrja svo á hinum stærsta
landnámsmanni á Rangárvöllum ytri. Svo er að sjá, að hann hafi
helgað sér hin ónumdu eða óbyggðu lönd til fjalla á Rangárvöllum
eystri og ytri, ef gild eru metin hin yngri handrit Landnámu (Árb.
1928). Jörundur Hrafnsson aurgoði er talinn með höfðingjum landsins
940, en látinn er hann 969 (Safn I., 285, 420). Hann átti, sem fyr
segir, Þuríði, sysur Flosa, og var brúðkaup þeirra hjá bróður hennar
(Flosa) í Skarfanesi á Rangárvöllum ytri. Þá virðist Flosi hafa búið
þar — einungis, eða öðru búi (?). — Hann kynni að hafa fengið það
land hjá Katli einhenta fyrir vensla sakir. — Að öðru leyti mun
Skarfanes þekkjast lítið eða ekki(?), fyr en á 14. öld; má þó vera,
að það sé miklu eldra, og það er enda líklegra, og að þess vegna
þurfi ekki að véfenga ritið um bústað Flosa þar (sbr. Árb. 1906, 27),
svo er um Rangárvelli ytri sem eystri, að hvorir þeirra voru alnumd-
ir af tveimur landnámsmönnum. Eystri: Ketill hængur og Flosi, en
ytri: Ketill hængur og Ketill einhenti.
Að undanskildum Kol í Sandgili virðast áhöld um landnám
Rangvellinga hér eftir og erfitt að segja um með vissu, hver þeirra
kom fyrstur eða á hverjum tíma. Við nánari athugun mundi þetta
og annað skýrast betur og standa til bóta.
4. Gunnar Baugsson i Gunnarsholti er einn af þeim og almennt
talinn landnámsmaður þar; mun það hafa verið um 940, eftir að
málunum lauk í Hlíðinni (Landn. 13; Safn, I., 283, 414—415; Njála,
k. 19, 43), sem hófust um 935, (Safn I., 434). Hann mun hafa lagt
undir sig, auk Brekknahverfis, allt Iand út að Rangá ytri: Grákollu
eða Grákolls-staða-land og Geldingalækjar (sauðland), máske upp að
Heiðarlæk, og líklega Gunnarsholtsey í Rangá, fyrir ofan Baulvers-
foss. Þessi lönd kynni Gunnar að hafa fengið með konu sinni,
Hrafnhildi Stórólfsdóttur Ketilssonar hængs. Grákollustaðir og eyjan
fylgdu jafnan Gunnarsholti fram undir eða fram yfir árið 1900. Skúli
Skúlason, prófastur í Odda, keypti Grákollustaði undir Helluvað (kirkju-
eign), en Jón Guðmundsson á Ægisíðu eyna. Landnáma telur Gunn-
ar með þeim Baugssonum, sem eftir málaferlin urða að vikja úr
Hlíðinni (940). Þó Njála ekki nefni það, sannar það ekkert, að Gunn-
ar hafi ekki verið við þau mál riðinn, eða byggt fyr i Gunnarsholti
en nú er sagt. — Hvorki Njála né Landnáma kalla Gunnar beint
landnámsmann; þess vegna kynni að mega álykta, að hann hafi komifr