Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 10
10
þar að byggðu landi, þó bæjarnafnið festist við hann. — Mörður
gígja á Velli gifti Rannveigu, systur sína, um 940 (Safn I., 445)
Hámundi Gunnarssyni frá Gunnarsholti, »og réðst hann þá aptur í
Hlíðina« (Landn., 14). Hans son var Gunnar á Hlíðarenda. — Guð-
laug, systir Hámundar, var enn á lífi 1011; hefur hún líklega giftst
roskin og ráðrík til fjár sér yngra manni, Birni í Mörk (Njála k.
148). — Goðaland virðist hafa verið þar sem nú eru kallaðir Al-
menningar eða annars staðar en nú er það sýnt á herforingjaráðs-
kortinu.
5. Eílífur og Björn, bræðnr, fóru úr Sogni til íslands. Eilífur
nam Odda inn litla (þ. e. milli Hróarslækjar og Rangár ytri), »upp
til Reyðarvatns og Víkingslækjar« (Landn. 15). Þetta landnám má
hafa verið um 935 — 940, Ijósast eftir 930. Eilífur átti Helgu, dóttur
Önundar bílds, landnámsmanns í Önundarholti, er veginn var um 930,
en bróðir Helgu var Eilífur auðgi (Landn. 27). Hann giftist um
940, »sama ár og málin lukust í Hlíðinni« (Safn I., 293), Þorkötlu Ketil-
bjarnardóttur, »sem varla mun vera fædd fyr en 910« (Safn I., 293).
Sonur Eilífs og Helgu, var Eilífur ungi (Landn. 15, 18), sem átti
Oddnýju Oddsdóttur ins mjóa að Mjósundi í Flóa, Helgasonar hrogns,
Ketilssonar aurriða, landnámsmanns á Völlum ytri (Landn. 18). Þeirra
dóttir var Þuríður, er átti Þorgeir landnámsmaður í Odda; þeirra
dóttur, Helgu, átti Svartur Úlfsson í Odda. Að -Eilífur nam land upp
til Reyðarvatns og Víkingslækjar, bendir til, að þá hafi báðir þeir
bæir verið byggðir, þó Landnáma þekki ekki landnema, eða sleppi
að geta þeirra; svo er háttað um marga bæi. — Hér er ekki sagt
upp að Reyðarvatni og Víkingslæk, heldur upp til, sem skilja má:
móts við þau lönd. Nefndir bæir stóðu að uppsprettu vatnanna og
hafa þeir eflaust frá fyrstu tíð átt land beggja megin vatns og lækj-
ar. — Eilífur og Gunnar munu hafa sezt hér að á svipuðum tíma,
skakkar það aldrei miklu. Samkvæmt Landnámu ætti Eilífur að hafa
numið fyr, eins og ættfærslan bendir einnig til, og finn ég enga
ástæðu til að véfengja það. Hins vegar virðist hulda yfir landnámi
Gunnars (sbr. einnig Njálu k. 19., 45), t. d. að höfundur Landnámu
hafi farið nær um tímatalið, þá er Gunnar nam hér, en þá er Eilífur
gerði það; ætlað hann hafa numið nokkrum mun fyr.
6. Björn, bróðir Eilífs, »bjó í Svínhaga og nam land upp með
Rangá«, þ. e. Rangá ytri, Ijósast um sama leyti og bróðir hans.
Dóttir hans var Hallveig, móðir Þórunnar, móður Guðrúnar, móður
Sæmundar, föður Brands biskups, d. 1201. Hér eru næsta fáir liðir
frá Birni til Brands biskups; eftir þeim mætti sízt færa útkomu
hans fram fyrir 940 (Landn. 15).