Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 12
12 Helgu, dóttur sinni, er átti svart Úlfsson Jörundarsonar aurgoða, sem talinn er að hafa búið í Odda. — Líklegra þykir mér, að Oddi hafi byggzt snemma, ef til vill af Hrafni Hængssyni fyr en hann kemst að Hofi, og hann svo selt manni, sem vel gat borgað, eða átt þar leiguland og á nefndum jörðum. 9. Þórunn, móðursystir þeirra Þorgeirs, »nam Þórunnarhálsa alla« (Landn. 17, Sturlubók); mun það hafa verið um sama leyti (c. 940). Bærinn Háls var í byggð fram á 19. öld — og þó í eyði við og við — og var stundum kallaður Þórunnarháls (t. d. í Sveita- bók frá 18. öld). Bærinn stóð norðan-undir hálsi einum, sem er áfastur Bjólffelli og að innri enda þess; stóð hann þar við ríkar bergvatns-uppsprettur og sneri vestur. Hann hefir verið stöðugt í byggð síðan 1845, en þá, Heklugos-árið, var Næfurholt flutt þangað, og hefir bærinn síðan kallazt Næfurholt. — Mikið grjót og klettar stórir hafa fallið úr hálsinum heim að bænum, og úr fjallinu, víða langt inn á tún, sem mörg merki sjást til, þó mikið væri hreinsað burt, einnig sett í túngarða, að því, og stór klettur sprengdur upp, fast við bæjarhúsin. — í hinum minnilegu jarðskjálftum 1896, þegar húsfreyjan beinbrotnaði undir baðstofuþakinu í rúmi sínu og sonar- barn hennar beið bana við hlið hennar, var bærinn fluttur norður fyrir lækinn, þar sem hann nú er. Þórunn hefir numið Bjólffell, hálsana (hann er skiptur sundur, um fjárhúsin), þar inn-af og allt umhverfis —, en mjög óvíst um hliðarnar inn um Næfurholt, sem ekki geta hálsar kallast. (Næfur- holtsfjöllin). 10. Kolur Óttarsson ballar »nam land fyrir austan Reyðarvatn og Stotalæk, fyrir vestan Rangá og Tröllaskóg, og bjó í Sandgili. Hans son var Egill, er sat fyrir Gunnari Hámundarsyni (á Hlíðar- enda) hjá Knafahólum og féll þar« (Landn. 15) árið 986. Þá átti Egill þrjá uppkomna syni, sem allir voru i bardaganum, og gjaf- vaxta dóttur, og hefir því líklega verið á fimmtugsaldri. Móðir Egiis var Steinvör, systir Starkaðar undir Þríhyrningi, er afi þeirra nam. Þetta landnám Kols er mjög seint og hið síðasta á Rangárvöllum, er Landnáma nefnir, liklega gerzt um 960—970; verður ekki ákveðið fyllilega. — Kolur nam land fyrir austan Reyðarvatn og Stotalæk (= Stokkalæk). Hér er ekki sagt allt land, enda mun varla svo hafa verið. Óhugsandi er, hvernig sem á er litið, að maður, sem hafði umráð yfir öllu því landi, hafi gengið fram hjá því víðáttumikla landi, sem var fegurra, betur í sveit komið, með þykkara og ljósast grasgefnara jarðvegi þar sem Keldna-land var, en byggt uppi í Sand- gili. — Landnám þetta er svo seint, að varla kemur til mála, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.