Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 15
15
3. Herjólfur Ketilsson hængs var »faðir Sumarliða, föður Vetur-
liða skálds; þeir bjuggu í Sumarliðabæ; þar heitir nú undir Brekk-
um« (Land. 11). Hér er lítið eða ekkert á að græða um bústað
Herjólfs. Öðru máli er að gegna um Eglu, eða höfund hennar, sem
virðist nákunnugur þeirri ætt, og skýr að vanda. Þar stendur: »Hann
átti land í Fljótshlíð til móts við Baug og út til Hvolslækjar. Hann
bjó undir Brekkum« (Egla, k. 23, 57). Hér mun vafalaust átt við
Brekkur í Hvolhrepp. Hefir hann þá haft Hlíðina vestast frá Flóka-
staðaá út um Moshvol í Hvolhrepp, líklega þá-verandi vesturenda
Fljótshlíðar — og þangað ná hin vestustu hæðardrög hennar —. Hafa
þá allir synir Ketils búið nálægt og í Hvolhreppi, á Stórólfshvoli,
Velli og Móeiðarhvoli, en Hrafn (f. 879) bjó vestan Rangár, að Hofi,
á föðurleifð sinni, og má ske sonarsonur hans, Arngeir, að Arngeirs-
stöðum í Hvolhreppi, undir Vatnsfelli, að vestan. — Svo eru þeir í
aðalnafni enn kallaðir í jarðabók sýslumanns 1695 og jarðabók Á. M.
1711. Nú Árgilsstaðir. — Ketill hængur kom út með konu og börn.
Hrafn er þó fæddur hér (879), en óvíst er um aldur hinna, því upp-
talning þeirra er á reiki, þannig:
Landnáma: 1. Hrafn, 2. Helgi, 3. Stórólfur, 4. Vestarr, 5. Herjólfur.
Egils saga: 1. Stórólfur, 2. Herjólfur, 3. Helgi, 4. Vestarr, 5. Hrafn.
ísl. þættir: 1. Hrafn, 2. Herjólfur, 3. Helgi, 4. Vestarr, 5. Stórólfur.
Verður eftir þessum heimildum lítið vitað um aldur þeirra. Vestarr
og Stórólfur munu fæddir í Noregi, en Hrafn er liklega með yngstu
börnum Ketils (Safn I., 281). — Egla telur Hrafn hinn 5. son Hængs,
mun hún fara sönnu nær, að Hrafn sé yngstur. Hún skýrir for-
kunnar-vel frá landnámi þeirra, og hana hygg ég segja rétt frá um
bústað Herjólfs, en að það muni vera ruglingur eða misskilningur
einn, að hann hafi búið að Sumarliðabæ í Holtum, þó Sumarliði,
sonur hans, kynni að hafa getað búið þar. Hitt er líklegra, að það
nafn — sem varla eða ekki(?) finnst í fornum ritum — sé einungis
seinni alda tilbúningur, af misskilningi á Landnámu. — Að þeir
feðgar hafi búið á Brekkum, mitt á milli Breiðabólstaðar og Stór-
ólfshvols, sýna og fleiri heimildir: Þegar þeir Þangbrandur komu
úr ferð að austan út í Fljótshlið, fréttu þeir þar, að Veturliði skáld
var með húskörlum sínum að torfskurði, og fóru þeir þangað; varðist
hann með torfskera, unz hann féll (998; sbr. Biskupas. I., 14;
Melabók, Árb. 1892, 46; Njála, k. 102). ^)
1) Þar fyrir neðan í mýrinni (Langagerðismýri), er enn hinn bezti torf-
skurður. — Þaðan er hið bezta heytorf, sem hingað hefir komið, notað 1891 á
2 samfellur og í 2 þök, vel sköruð, með heyi, á baðstofusúð, sem enn er ófúin,,
undir járni; enda var torfskurðarmaður ágætur: Sigurður Gunnlaugsson á
Efra-Hvoli.