Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 19
Örnefni í Þríhyrningi.
i.
Á síðustu árum hafa einstöku menn talað um nauðsyn þess að
safna örnefnum og nokkuð gert að því, því einmitt nú, á þessum
miklu umsvifa- og óra-tímum, er hætt við, að urmull hnígi í valinn,
nema hafizt verði handa að safna þeim. Væri það illa farið og lítil
rækt við land okkar og sögu, að týna meiru niður en orðið er, eink-
um ef fagrir og frægir sögustaðir eiga í hlut.
Sökum þess að Þríhyrningur er frægur í sögum, og vegna al-
mennrar aðdáunar, er menn hafa á honum fyrir fegurðar sakir, eink-
um vestan frá, skrifaði ég upp örnefni hans.
Meginhluti þeirra nafna, er hér getur, er nú með öllu ókunnur
nábýlingum Þríhyrnings, og því hætt við, að þau glatist að fullu,
nema þau kornist á pappírinn.
II.
Þrihyrningur er eitt af okkar fáu sögulegu, frægu fjöllum. Allir,
sem lesið hafa Njálssögu, munu kannast við nafn hans. Hver skyldi
ekki muna hið klækilega hyggjuráð Flosa eftir Njálsbrennu, þegar
allt Rangárþing lýsti hann friðlausan og réttdræpan? »Ok er þat
mitt ráð, at vér ríðim upp í fjallit Þríhyrning, ok bíðum þar, til þess er
þrjár sólir eru af himni«. Flosi hefir bersýnilega verið vel kunnugur
Þríhyrningi; betri felustað var ekki unnt að finna nærlendis. Dalur
sá, er FIosi leyndist í, var uppi á háfjalli. Þar gat Flosi verið ör-
uggur með allt fylgdarlið sitt, þótt eftirleitarmenn geystust allt í
kringum hann, og fylgzt þó með ferðum þeirra af hornum Þrí-
hyrnings.
Þríhyrningur er óvenju-fagurt fjall, einkum þeim megin, er veit
að Rangárvöllum. Nýtur hann sín þaðan einkar-vel, bæði hár og
brattur, með hornin þrjú gnæfandi hæst við himin, og skyggja
hvorki á fjöll né hálsar. Sést hann víða að um Árnes- og Rangár-
valla-sýslur og þykir hvarvetna gimsteinn fjallahringsins. Hann tekur
2*