Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 20
20 dásamlegum litbrigðum eftir skúrum og skini sólar; er með dökkblá- um, fjólubláum, rauðgullnum blæ, allt eftir áhrifum þeim, er falla á hann. Hann er líka spámaður Rangárvallanna; ekki er þerris von um sláttinn, hylji þoka hornin, en belti hann sig, er hægviðri og góðviðri framundan. Af turnum hans gefur líka mikla útsýn yfir mikinn hluta Suður- landsundirlendis, enda klífur fjöldi manna árlega þangað upp, til að fá fugla- og flugvéla-útsýni yfir umhverfi sitt. Örnefni Þríhyrnings mega ekki gleymast. Það er gaman að þekkja rúnir þær, sem hann er ristur með, og geta lesið á hann eins og bók. Því birtast hér öll örnefni í honum, sem ég þekki og hef getað spurt uppi í næstu hreppum, bæði í Rangárvalla- og Fljóts- hlíðar-landi. III. Skriðurnar (1). Svo eru nefndar aur- og Sand-skriður niður- undan háhorninu vestasta, næstum snarbrattar og gróðurlausar. í miðjum Skriðum, er hamrabelti, kallað Grjótflekkur (2); ekki ósvipað grjótflekk til að sjá. Niður-af því er allhár hóll með grasteygingum að neðan-verðunni, nefndur Grjóthóll (3). Umhverfis hann liggja Grjóthólsflatir (4) að Fiská, sléttlendar og grösugar. Rauðhóll (5) er nokkru innar en Grjóthóll, dregur hann nafn af hinu rauða grjóti, sem í honum er. Niður-af hólnum eru Rauðhólsflatir (6), mest skrið- ur. Flosatorfa (7) heitir gras- og mosa-torfa hátt uppi í fjallinu, milli vestri hornanna. Þar eru kindur oft á sumrin, þó torfan virðist næsta ógrasgefin og um það bil snarbrött. Flosahellir (8) mun, eins og Flosatorfa, kenndur við Brennu-Flosa. Hellir þessi er í nýpunni á miðhorninu og verður tæpast eða ekki í hann komizt. í hellinum á að vera kista mikil, full af gulli. Segir sagan, að Flosi hafi komið því þar fyrir og mælt svo um, að enginn skyldi í hana komast, nema hann fyrst væri búinn að ala sig á nýmjólk í 20 ár. Einn maður kvað hafa reynt það, en var svo bráðlátur, að hann fór þang- að eftir 19V2 ár. Hann gat líka snúið lyklinum jafnmarga snúninga og árin voru mörg, en þá stóð allt fast. Önnur sögn hermir, að öðrum hafi tekizt að opna kistuna, en hún hafi þá, þegar til kom, verið full af grálaufi. í gremju sinni tróð hann þá vettling sinn fullan, til þess að hafa til sýnis, er niður kæmi. En er hann hvolfdi úr vettlingnum, reyndist hvert lauf skínandi silfurpeningur. Niður-af miðhorninu að Fiská, og inn-af Grjóthólsflötum, liggja Grentorfur (9). Þar hefir sennilega einhvern tíma verið tófugreni,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.