Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 25
Engá.
Með vilja sleppti ég Engá úr línum þeim, sem ég skrifaði um
landám Rangvellinga og Fljótshlíðinga.
í Landnámu, útg. 1925, er Engár getið í sambandi við landnám Flosa
Þorbjarnarsonar gaulverska að Skarfanesi á Landi. Hann er þar tal-
inn að hafa numið öli lönd milli Þjórsár og Engár. Líklegra þykir
mér, að þannig beri að lesa handritin, fremur en milli Þjórsár og
Rangár. Ég hygg fremur sjaldgæft, að í fornöld hafi misskrifazt
eiginnöfn, og enda nafnorð. Auk þess sem Rangá er alkunn í sög-
unni — líklega flestum sagna- og sögu-riturum fyr og síðar —, sem
ekki verður sagt um Engá.
Ef Engá er sama og Skarfanesslækur, sem fellur í Þjórsá um
»Yrjaós«, eins og Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi telur (Árb. 1907.
28), er frásögn þessara handrita Landnámu laukrétt. Er þá að eins
átt við þessa jörð eina, að vísu með landrými miklu og skógil).
Eins og ég hefi annars staðar vikið að, tel ég Flosa hafa numið land
á Rangárvöllum eystri, svo sem og Landnáma (1891) tekur skýrt
fram í 2 kapítulum, og fyr en hann futti yfir á Rangáröllu ytri.
Nafnið Engá virðist dregið af eng (sbr. »akur og eng«); er þó
vant að sjá, hvar eng hafi getað legið að Skarfanesslæk.
Hins-vegar gæti Hólmengi bent á Engá. Nafnið má vera fornt.
Það er að læk þeim, sem rennur fram eða vestur miðjan Landmanna-
hrepp og nú heitir Stóruvalla-lækur. Talið er, að lækurinn hafi
skipzt og myndað hólma allmikinn, »sem auðséð er á gömlum far-
1) Bærinn Skarfanes er efsti bær á Landi með Þjórsá. Stóð fyrst »austur-
undir upptökum lækjar þess, sem afmarkar Skarfanes-land« (Árb. 1898, 6). Þar
mun hann hafa staðið fram-yfir 1711, sbr. Jarðab. Á. M. Eftir þann tíma var hann
fluttur undan sandi »kippkorn« suður (eða suðvestur?) á hæðarbungu, þar sem
hann stóð til 1864. Þá var hann fluttur á nú-verandi stað, um »langan stekkjarveg, til
útsuðurs, að læknum. — í Skarfanesi er enn allmikið skóglendi, til útnorðurs af
bænum, vestur-við Þjórsá, i svo-kölluðum Lambhaga, gagnvart Ásólfsstöðum,
sem nú er afgirtur, þvi að mikill blástur er að honum austan-megin. — Fyr var-
skógur þar meiri og víðar. T. d. i Skógarkoti og Bóndhól.