Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 26
26
vegi«. Á honum hefir Brynjólfur Jónsson lýst allvel fornlegum tóft-
um, sem gætu bent til þingstaðar Landmanna, ef til vill frá 10. öld.
Norðurkvíslin er nú ekki lengur til, og liggur Hólmengi undir nú-
verandi Fellsmúla, jafnvel talið eitt bezta engið.
Upptök Stóruvalla-lækjar eru nú skammt fyrir austan núver-
andi Skarð, þ. e. Skardslœkur, bergvatn af mörgum uppsprettum,
í norður og útnorður af núverandi rústum af Klofa. Brynjólfur Jóns-
son getur þess, að þessi lækur hafi fyr komið upp miklu austar, hjá
Stóra-Klofa, höfuðbóli Torfa; sá bær »stóð á sléttlendi« (eða lítilli
hæð), »langri bæjarleið austur-frá Skarði, við austustu upptök Stóru-
valla lækjar — sem nú eru þornuð (Árb. 1898, 4).
Lækurinn má í fyrstu hafa komið alla leið undan hraunbrún
þeirri, sem Eskiholt (»Eskjuholt«, »Öskholt«, framburður var »Öskj-
holt«) stendur að.1) Til þess finnst mér fremur benda Jarðab. Á. M.
1711, 12. Jan., þar sem hún kvartar um vatnsþrot af eyðileggingu og
sandburði í Klofa »í stórfrostum og hörkum, og verður það þá langt
að að sækja og er mjög örðugt«. Af þessu má álykta, að upptök
lækjarins — uppspretta, sem aldrei frýs — hafi þá ekki verið nálægt
bænum, heldur hafi lækurinn komið langt að og verið að kaffærast
undir brúninni af blástursandi nálægt elzta Eskiholti, en síður komið
upp sem uppspretta nálægt Klofa, líkt og nú i Skarði; slíkt á sér
viðar stað. — Ég veit ekki annað vatnsból að Eskiholti hinu forna. —
Er að vísu of ókunnugur til að álykta þar um með vissu. Lækurinn
mun hafa runnið fyrir norðan Klofa. Nálægt núverandi Minni-Völlum
beygir hann norður-á-við, fyrir austan Flagbjarnarholt og Vindás, og
fellur um Vindásós í Þjórsá, móts við Árnesið, þenna líttkunna hólma,
sem sjálf sýslan er kennd við. Lækurinn mun lengi hafa verið kennd-
ur við bæi þá, sem hann rann fram-hjá, og nafnið Engá þess vegna
gleymzt, líkt og var með Hróarslæk á Rangárvöllum.
Ef þessi lækur álitist Engá, er landnám Flosa óákveðið niður-á-
við, eins og í öðrum handritum Landnámu, til móts við Ketil einhenta
að Á (= Árbæ hinum forna, fyrir ofan Ölmóðsey), fyrir norðan læk-
inn. En sunnan lækjarins eru elztu landnámsmenn taldir: Ketill aurriði
á Völlum ytri og Ormur auðgi i Húsagarði. — Ekki er þess getið,
að Ormur, sem land nam að Rangá, hafi komið út auðugur; má hann
hafa auðgast hér, af miklu og góðu landi, og þó einkum sauðlandi.
Vallverjar munu og lengi verið hafa í gildra manna röð.
Merkur-lækur mun hafa komið upp nálægt Mörk og runnið allt
1) Eskiholt mun elzta bæjarheitið, að ég minnist, getið nál. 1332 (Dipl. II.,
695, 696). - Eskjuholt 1397 (Dipl. III., 218).