Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 27
27
sunnar. Leifar hans hygg ég glæður þær, sem liggja í Sandveltunni
og hverfa þar, langt fyrir sunnan Skarð, nefndar Tjarnir, á leið til
Svínhaga fyr en Sandgirðingin kom (þurar í þurkatíð).
Enginn þessara lækja getur á heitið; þó einn þeirra, hinn mesti,
kynni að hafa verið kallaður á í Landnámu, veilar það hana þó ekki,
því fleiri læki kallar hún ár. T. d. í Árnessýslu: Rauðá (nú Baugstaða-
sýki), Grímsá, og Baugstaðaá, sem frá upptökum eru einungis flat-
lendis-sveitalækir.
Milli Stóruvalla- og Merkur-lækja mun Klofi hafa verið, kenndur
við klofann (landið) milli þeirra, eins og Brekkna-KIofi, milli lækja, á
Rángárvöllum.
Ég kom að Stóra-Klofa meðan hann var enn í byggð; kom ég
um fardagaleytið, án þess að stanza; hitti þó hinn síðasta ábúanda
þar, Höskuld Jónsson frá Mörk. Þá var þar ömurlegt mjög að sjá;
allt túnið, og svo heiðin, kafið sandi, fullt undir hverjum vegg og
og bæjarrönd. Þá stóð kirkjan þar, en á sandhafi, lág timburkirkja,
turnlaus; hún var ekki með neinu krossmarki á, og þó vindhanalaus, að
mig minnir; var með heilborðalistum, eftir þeirrar tíðar sið, og ekki
fornlega bikuð. Kirkjan er sögð rifin niður 1878 (Árb. 1898, 5). —
Ekki man ég til lækjarins; — má vera, að sandurinn hafi leitt mig
frá honum — og Torfi í Klofa annars vegar, sem vart mundi kenna
byggðina hina sömu, fremur en Valgarður á Hofi.
Skúli Guðmundsson.