Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 28
Rannsókn nokkurra forndysja, o.íl.
i.
1. Tvær dysjar hjá Stóra-Klofa á Landi.
í árbók félagsins 1932 var á bls. 48—55 skýrt frá nokkurum forn-
dysjum, er komið höfðu í ljós undanfarin ár á Landi í Rangárvalla-
sýslu. Næsta vor, 1933, sagði hreppstjórinn þar, Guðmundur Jónsson
í Múla, mér frá enn einni dys, er komið hafði í ljós þá fyrir skemmstu
um 200—300 m. í suður-landsuður frá bæjarrústunum í Stóra-Klofa.
Um sumarið, 26. Ágúst, fór ég austur að Múla og þaðan næsta dag
austur að Stóra-Klofa til að rannsaka fundinn; fór Guðmundur hrepp-
stjóri með mér til að benda á fundarstaðinn og aðstoða við rann-
sóknina.
Nokkur örfúin mannsbein höfðu komið í ljós; þau lágu nú
dreifð í sandinum, — þar sem áður hafði verið tún; við tíndum þessar
beinaleifar saman í hrúgu, en eptir var auður sandurinn, og benti
ekkert á, hvernig dysin hefði verið, engir steinar sáust né fleiri leifar
úr henni. En með því að skæna sandinn og moldarleifarnar niðri
í honum, sást hin óhreyfða jörð, og þá kom í ljós, hvar dysin eða
gröfin hafði verið. Hún hafði snúið frá austri til vesturs, verið um
lVa m. að lengd og um V2 m- að breidd, tekin ferhyrnd og regluleg.
Af nokkurum fótarbeinum og tönnum, sem nú komu i ljós í botni
grafarinnar, en hann einn var eptir, mátti sjá, að líkið hafði haft
höfuð í vestur, horft mót austri, og tennurnar sýndu, að hér hafði
verið greftraður gamall maður, því að þær eru mjög slitnar. Um
miðja gröf komu í ljós leifar af hnífi, sennilega mathnífi; hann er nú
í 3 brotum, en þó má sjá, að þetta hefur verið gamall og forbrýndur
kuti, er hann var lagður í gröfina. Hann hefur verið með hólklausu
furuskepti, sem tanginn hefur gengið gegnum að endilöngu; það er
nú örfúið og eytt allt utan, en lengdin er 11 cm.; blaðið er að eins
7,3 að lengd og hefur vafalaust verið lengra í fyrstu. Oddurinn
er hvass, bakkinn beinn og þykkur; breiddin um 1,6 cm. mest nú; en