Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 28
Rannsókn nokkurra forndysja, o.íl. i. 1. Tvær dysjar hjá Stóra-Klofa á Landi. í árbók félagsins 1932 var á bls. 48—55 skýrt frá nokkurum forn- dysjum, er komið höfðu í ljós undanfarin ár á Landi í Rangárvalla- sýslu. Næsta vor, 1933, sagði hreppstjórinn þar, Guðmundur Jónsson í Múla, mér frá enn einni dys, er komið hafði í ljós þá fyrir skemmstu um 200—300 m. í suður-landsuður frá bæjarrústunum í Stóra-Klofa. Um sumarið, 26. Ágúst, fór ég austur að Múla og þaðan næsta dag austur að Stóra-Klofa til að rannsaka fundinn; fór Guðmundur hrepp- stjóri með mér til að benda á fundarstaðinn og aðstoða við rann- sóknina. Nokkur örfúin mannsbein höfðu komið í ljós; þau lágu nú dreifð í sandinum, — þar sem áður hafði verið tún; við tíndum þessar beinaleifar saman í hrúgu, en eptir var auður sandurinn, og benti ekkert á, hvernig dysin hefði verið, engir steinar sáust né fleiri leifar úr henni. En með því að skæna sandinn og moldarleifarnar niðri í honum, sást hin óhreyfða jörð, og þá kom í ljós, hvar dysin eða gröfin hafði verið. Hún hafði snúið frá austri til vesturs, verið um lVa m. að lengd og um V2 m- að breidd, tekin ferhyrnd og regluleg. Af nokkurum fótarbeinum og tönnum, sem nú komu i ljós í botni grafarinnar, en hann einn var eptir, mátti sjá, að líkið hafði haft höfuð í vestur, horft mót austri, og tennurnar sýndu, að hér hafði verið greftraður gamall maður, því að þær eru mjög slitnar. Um miðja gröf komu í ljós leifar af hnífi, sennilega mathnífi; hann er nú í 3 brotum, en þó má sjá, að þetta hefur verið gamall og forbrýndur kuti, er hann var lagður í gröfina. Hann hefur verið með hólklausu furuskepti, sem tanginn hefur gengið gegnum að endilöngu; það er nú örfúið og eytt allt utan, en lengdin er 11 cm.; blaðið er að eins 7,3 að lengd og hefur vafalaust verið lengra í fyrstu. Oddurinn er hvass, bakkinn beinn og þykkur; breiddin um 1,6 cm. mest nú; en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.