Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 34
34
í elli sinni. — Greiðan er gjörð sem flestar fornar greiður úr hrein-
dýrshorni eða svipuðu hornbeini af skyldum dýrum, feldar saman
þynnur milli tveggja spanga eða kinna, og siðan sagaðar í tennur.
Kinnarnar hafa verið laglega skreyttar með grepti, skáhyrndum smá-
rúðum; þær eru bognar ofan og kúptar utan; vantar dálítið af báðum
endum, einkum þó öðrun, en greiðan virðist hafa verið um 20 cm.
að lengd; en nú 16,0, og 4,4 að breidd; 5 tennur á 1 cm., 2,3 að
lengd. Hefir verið vönduð, og lítið slitin, er hún var lögð í jörðina.
— Spennurnar eru báðar eins; lengd 10,9, br. 6,8 cm. Þær eru af
sömu gerð og fjöldamargar aðrar, sem fundizt hafa í Noregi og eru
taldar vera frá 10. öld.1) Innan-í þeim eru leifar af ljósleitum linvefn-
aði, einskeptu, og dökkleitu vaðmáli, sennilega úr serk og kyrtli kon-
unnar, og enn fremur af tygli, sem spennunum hefir verið á einhvern
hátt fest við jafnframt. — Armbaugurinn er kringlóttur, 6 cm. að
þverm. að innan, og er þar flatur, en 7,7 að utan, og er þar kúptur;
hann er 1,2—1,5 að breidd; dálítið skemmdur; hefur flagnað af honum
á einum stað einkum. Ekki er kunnugt, að þess konar baugur hafi
fundizt áður hér á landi né á Norðurlöndum. — Klippurnar eru ekki
heilar; vantar framhluta blaðanna, og álmurnar brotnar; sennilega
hafa klippurnar verið um 16 cm. að lengd og hvort blað um 2 cm.
að breidd. — Hnífblaðið er 8,5 að lengd; breidd 2,5 mest, aptan-til,
bakkinn dálítið boginn fram i odd, en eggin nær bein; tanginn hefir
verið flatur, og er lítið eptir af honum. Hefir þetta sennilega verið
mathnífur. — Annar járnhringurinn er um 5,5 að þverm., og er typpi
á honum á einn veg; hinn er um 3,3 að þverm. og er grannur og
lítt vandaður; óvíst er um, til hvers þessir hringir hafa verið notaðir.
— Járnbrotið annað er neglt við tré; það er 5,7 að lengd og 3,5 að
breidd mest, er þunnt og kann að vera skafablað, sem fest hafi verið
á tréskapt; hitt járnbrotið er með dúkfari í ryðskáninni; það er 6,8
cm. að lengd, um 1,5 að breidd, dálítið ávalt og ibogið. Brotsár á
báðum endum. — Er þessi forndys með hinum merkari, sem fundizt
hafa hér á landi.
4. Dysjar hjá Staðartungu i Hörgárdal.
Við vegargerð vestan við bæinn í Staðartungu vorið 1932 var
tekinn ofaníburður úr litlum hól norðan-við veginn. Heitir hóll þessi
Mannhóll, og voru munnmæli um, að þar hefði orðið vart við reimleika.
Vestan-til í hólnum fundust mannabein, er tekinn var ofaníburður,
og skrifaði Eiður Guðmundsson, bóndi á Þúfnavöllum, mér um það
1) Jan Petersen, Vikingetidens smykker, bls. 58, nr. 51 a.