Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 38
38
II.
1. Dysjar á Hámundarstaðahálsi.
Haustið 1930 fann Kristján E. Kristjánsson á Hellu á Árskógs-
strönd höfuðkúpu af manni og odd af spjóti í malargróf á Hámund-
arstaðahálsi. Skrifaði hann mér bréf um þetta 28. Marz næsta vor,
en það bréf komst ekki til skila. Páll Zóphóníasson ráðunautur sagði
mér frá fundinum 19. Júlí 1932, og skrifaði ég þá Kristjáni næsta dag
og bað hann senda það, sem fundizt hefði, og fundarskýrslu með.
Hann skrifaði mér þá aptur 30. Nóv. s. á., og sendi uppskrift af fyrra
bréfi sínu og hinar fundnu fornleifar til Þjóðmenningarsafnsins; komu
þær þangað 5. Jan. 1933.
Höfuðkúpan er hér um bil hálf; vantar vinstri hluta hennar og
hnakkann; tennur eru allar dottnar úr og vantar, og kjálkar voru
ekki með heldur, né nokkur önnur bein úr manninum. Höfuðkúpan
er mjög skemmd af fúa, og öll skinin og urin.
Spjótsoddurinn hefir verið mjög stór og að því leyti merkilegur,
en nú vantar mikið, líklega um 11 cm., af falnum og, ef til vill, eitt-
hvað af oddinum fremst; Iengdin er nú 43,3 cm., og er fjöðrin sjálf
um 33 cm. að lengd og að breidd 3,3. þar sem hún er breiðust.
Hefir spjót þetta verið hið geigvænlegasta vopn. Sennilega er það
frá 10. öld.
Hestsbein nokkur, aðallega úr ganglimunum, úr tveim hestum,
sendi Kristján með; höfðu þau fundizt áður nálægt höfuðkúpunni og
spjótsoddinum; eru þau vafalaust úr hestum, sem hafa verið dysjaðir
um leið og maðurinn. Hestarnir hafa verið dálítið misjafnir ag stærð;
apturfótarleggir (metatarsi) annars eru 25,5 cm., en apturfótarleggur
hins er 24,5, en ekki alveg heill að sönnu, hefir líklega verið 25
cm. heill.1)
Kristján segir í skýrslu sinni um fundinn m. a. »Við moldartekt
á Hámundarstaðahálsi hefir orðið vart við dys, en í henni voru að
eins hrossbein af tveimur misstórum hestum. Var því svo ekki frekari
gaumur gefinn, en beinunum þó haldið saman að mestu. Orð hefir
leikið á, að fornmanna dys væri skammt þarna frá, og hefi ég heyrt,
að eitthvað hafi verið grafið í þeim stað, en árangurslaust. — Seint
á síðastliðnu hausti, er ég átti þar ferð um, er mölin hafði verið
tekin og hrossbeinin fundust, sá ég, að hrunið hafði úr börmum mal-
1) E. fr. komu með hestsbeinunum 2 bein úr sel, herðarblað og mjöðm, og
óheillegur leggur úr kálfi(?), en þau bein eru eflaust yngri en hestsbeinin
og fornleifunum óviðkomandi.